Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Qupperneq 57
Kvennaguðfræði og kynbundin túlkunarfræðileg ritskýring
við að læra að þetta má ekki gerast með ógagnrýnum hætti eða aðferðum
sem ekki geta talist gaumgæfnar. Eins og það er merkingarlaust að tala
guðfræðilega óhlutbundið og alhæfa um manninn og það sem mennskt er,
án tillits til sögulegra skilyrða, þá er alveg jafn merkingarlaust og sögulega
yfirborðskennt, að tala guðfræðilega eða trúarlega um konuna og hið
kvenlega, við verðum að tala hlutbundið og í samhengi við vemleikann og
jafnframt þannig að það sé viðkomandi kunnuglegt. Við getum ekki litið á
mannvem án tillits til líkama og kyns og við getum ekki skoðað kyn sem
eitthvað algilt og fast né heldur sem líffræðilegan fasta. Tákn um kyn em
jafn breytilegar stærðir og félagsleg kyneinkenni vegna þess að þetta snýst
um félagsleg og menningarleg gildishugtök. Þess vegna getum við snúið
okkur að þeim aflhvata kynferðis sem tjáður er í skipulagi hverrar
tiltekinnar tilvistunartúlkunar með því að stjóma þeim tveimur ólíku
reynsluheimum sem um ræðir í þessu sambandi, ásamt þeirri valda- og
verkaskiptingu sem aðgreina lífsform og vitundarmyndir veita gildi. Að
einbeita sér að kyni í texta og hefð á þennan hátt, er það að spyrja um
gildishugtökin og skipan þeirra í ákveðnum reynsluheimi. Eigi
kynjamunurinn að njóta virðingar, á ekki aðeins að spyrja með ólíkum hætti
um reynsluheim karla og kvenna heldur á að auki að spyrja ólíkra spuminga
af rannsakendum og túlkendum af báðum kynjum. Við tilheymm nefhilega
enn, hvert um sig, lífrými okkar sem skipulagt er félagslega eftir kynferði.
Ef við mætum texta og hefð með okkar eigin hugsýnir um jafnrétti og frelsi,
eigum við á hættu að enda í þeirri útleggingu sem hindrar dýpri og
gagnrýnni innsýn í þýðingu kynjamunarins fyrir safnaðarlíf og háttalag
kirkjunnar — ekki aðeins á tíma Nýja testamentisins, heldur á okkar tímum.
Og með helberri hughyggju um óskaástand getum við þannig gert meiri
skaða en gagn og eigum á hættu að hylja eða skýra á brott kynjamis-
mununina í kristni og kirkju í staðinn fyrir að afhjúpa hana með gagnrýnum
hætti. Það er vel mögulegt að hið trúvamarlega túlkunarverkefni sé nokkm
jákvæðara og sé ótvíræðari viðurkenning konum en það sem ég tala hér
fyrir. Þrátt fyrir það tel ég ekki að kristin trúvöm sé leiðin sem kvenna-
guðfræðinni ber að fara. Sé á heildina litið, tel ég ekki að það sé verkefni
kvennaguðfræðinnar að afnema kynjamismunun með því að fást við texta
og hefð, heldur hitt að afhjúpa hana með gagnrýnum hætti. Því fremur sem
þessi vinna er unnin með gagnrýninni samkvæmni og aðferðafræðilegri
gaumgæfni, þeim mim meiri em möguleikar á því að við lærum, ekki aðeins
að grandskoða orsakir kynjamismununar en að auki verðum við fær um að
setja okkur í andstöðu við neikvæðar hliðarverkanir. Það kann vel að vera
hæversklegt takmark að helga sig verkeftium kvennaguðfræðinnar en á móti
kemur, hvað mig varðar, að það er raunsætt.
(Þýðinguna gerði Þórir Jökull Þorsteinsson, stud. theol.).
55