Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Page 66
Gunnar Kristjánsson
gera kröfu til þess að vera hið andlega samfélag hafa oft orðið
veraldarhyggju að bráð og jafnvel orðið djöfullegar í framgöngu sinni.”
Tillich sá hina duldu kirkju víða, m.a. í öðrum trúarbrögðum og í
samfélagi manna víða, í pólitískum samtökum, í hreyfingum af öllu
gerðum og stærðum, ekki hvað síst grasrótarhreyfingum. Hvarvema var
hin dulda kirkja til staðar en hvergi er hún þreifanleg nema þar sem Jesús
sem Kristur verður viðmiðun og mælikvarði samfélagsins.26
í framhaldi af þessu er það ekki óeðlilegt að Tillich hafi mótað
svonefnda menningarguðfræði þar sem hann reynir m.a. að brúa bilið
milli kirkjunnar og menningarinnar (menning skilin í víðtækum skilningi,
ekki aðeins sem listir, bókmenntir, tónlist). Hann skipti guðfræðingum
m.a. í tvo flokka sem hann nefndi kirkjuguðfræðinga og
menningarguðfræðinga. Hinir fyrmefndu starfa innan veggja kirkjunnar
og láta sig menningarumhverfið litlu varða, hinir taka mið af
menningarumhverfinu og eru opnir fyrir því sem er að gerast þar.27
Tillich lítur ekki svo á að fagnaðarerindið komi heiminum algjörlega
að óvörum. Hann telur að maðurinn geti ekki veitt því erindi viðtöku
nema vegna þess að það er þegar fyrir hendi í heiminum - hulið. Hann
bendir á játningu Péturs í Sesareu Filippí (Matth. 16.13 o.áfr.) það er að
segja þegar Jesús segir: „Hold og blóð hefur ekki opinberað þér þetta
heldur faðir minn á himnum.” Með öðrum orðum getur enginn játað
Jesúm sem Krist nema honum sé gefið það af andanum. Andinn er fyrir
hendi, hann er forsenda þess að maðurinn geti yfirleitt tekið við Jesú sem
Kristi eða hinni nýju verund svo notað sé orðalag Tillichs. Sama gildir
um hið andlega samfélag. Það er til staðar dulið á meðal mannanna en
þegar Jesús verður miðpunktur þess sem Kristur þá verður það kirkja
hans.
Hvítasunnufrásögnin er hins vegar að mati Tillichs nánast útlistun á
einkennum hins andlega samfélags og viðmiðun þess. í þeirri sögu sér
hann þessi einkenni: 1. Samfélagið er tilfinningaríkt (ecstatískt). 2. Það
einkennist af trú. 3. Umhyggjan er þriðja einkenni þess. 4. Eining ríkir
innan þess. 5. Það er alþjóðlegt og vill ná til allra. Megineinkenni hins
andlega samfélags em trú og umhyggja.
26 Tillich, Systematic Theology III, bls. 162-3.
27 Sjá Hans-Jiirgen Benedict: "Der Kulturtheologe im Wandel der Zeiten".
Pastoraltheologie. 9/1989, bls. 395-403. Þegar í lok fyrri heimsstyijaldarinnar setur
Tillich fram meginskoðanir sínar um menningarguðfræðina: "Úber die Idee einer
Theologie der Kultur", þar segir: "Das Religiöse bildet kein Prinzip im Geistesleben
neben anderen, sondem das Religiöse ist aktuell in allen Provinzen des Geistigen...
Die speziftsch religiösen Kulturspharen sind aufgehoben." Um kirkjuguðfræðinginn
segir Tillich: Hann er í meginatriðum íhaldssamur, velur úr það sem hentar honum
bæði í nútímanum og þegar hann lítur til sögunnar. Hann stendur föstum fótum í
ákveðnum hugarheimi og allt verður að laga sig að þeim heimi.
Menningarguðfræðingurinn tekur ekki tillit til ákveðinna sjónarmiða, hann er fijáls í
lifandi þróun menningarinnar; hann er opinn, ekki aðeins fyrir sérhveiju nýju formi,
heldur líka fyrir hveijum nýjum anda. Vissulega stendur hann föstum fótum en hann
er ávallt reiðubúinn að víkka hugsun sína, breyta viðhorfum sínum.
64