Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 67
Lútherska þjóðkirkjan
Hér skal ekki farið nánar út í að skýra hugmyndir Tillichs um hið
andlega samfélag í hulinni og þreifanlegri mynd. Þær hafa kosti og galla.
Þær eru hins vegar eitt dæmi um tvískiptan kirkjuskilning í lútherskri
guðfræðihefð og að mínu viti gagnlegar einkum fyrir þær sakir að þær
fela í sér réttmæta gagnrýni á kirkjuskilning þar sem litið er á hina
jarðnesku kirkju nánast sem hjálpræðisstofnun í hinum foma rómverska
skilningi, stofnun sem hafi einkarétt á hjálpræðinu. Það er deginum
ljósara að slíkur skilningur á kirkjunni er fjarri veruleikanum, hann
sveipar kirkju reynslunnar í ljósi dýrðar sem henni ber ekki. Og í annan
stað gefur kirkjuskilningur Tillichs færi á að sjá hið andlega samfélag,
eða samfélag þar sem hinn skapandi andi Guðs er að verki, víða utan
kirkjunnar, það er að segja hvarvema þar sem einkenni þess em sýnileg,
þar sem verkin tala.
Vitna mætti í aðra guðfræðinga hér sem vilja ganga enn lengra og eiga
að því leyti samleið með Paul Tillich í því að útvíkka kirkjuhugtakið. Sú
útvíkkun gefur nýja möguleika til samtals við aðra aðila samfélagsins og
við önnur trúarbrögð án þess að útþynna kirkjuhugtakið í þrengri
merkingu þess. Hér er í raun aðeins verið að færa skilning siðbótarmanna
á hinni breiðu kirkju til samtíðarinnar.
Guðfræðingurinn Wolfgang Huber segir um þetta atriði í bók sinni
Kirche: „Maður verður að reikna með kristindómi utan kirkjuimar og sá
kristindómur er jafnmikilvægur fyrir kirkju framtíðarinnar og starfsemi
kirknanna að hefðbundnum hætti.”28
b) Dietrich Bonhoeffer
Innan lútherskra þjóðkirkna og raunar líka rómversku stórkirkjunnar
svífur nýr kirkjuskilningur að mörgu leyti yfir vötnunum. Rætur hans,
a.m.k. í vestrænum löndum, rekja menn ekki hvað síst til þýska
guðfræðingsins Dietrichs Bonhoeffers og reynslu kirkjunnar í síðari
heimsstyrjöldinni. Lítum því um sinn á það sem þá gerðist. Bonhoeffer
hefur haft veruleg áhrif í þá átt að vekja til umhugsunar um pólitíska
ábyrgð kirkjunnar í heiminum. Hann segir að kristinn maður geti aldrei
verið hlutlaus og kirkjan sem samfélag eða stofnun geti það ekki heldur.
Hvort sem hún tekur afstöðu eða hliðrar sér hjá því að taka afstöðu þá er
um afstöðu að ræða. Vissulega hafa fleiri guðfræðingar haft afgerandi
áhrif í sömu átt, m.a. Karl Barth og fleiri, hér verður aðeins vikið
stuttlega að viðhorfum Bonhoeffers.29
Á það hefur verið bent að í hinni áhrifamiklu játningu þýsku kirknanna
sem kennd er við borgina Barmen og samin var árið 1934 sem andsvar
við nasismanum (en aðalhöfundur játningarinnar var Karl Barth) er
þjóðkirkjuhugtakið ekki notað. Ástæðumar em að vísu augljósar í
sögulegu ljósi. En þrátt fyrir það er þetta mikilvægt atriði. Þar er það
hlutverk kirkjunnar að vera ekki kirkja fyrir alla heldur kirkja fyrir aðra
28 Huber, bls. 192.
29 Sjá ítarlegri umfjöllun um kirkjuhugmyndir Bonhoeffers í grein minni:
"Safnaðaruppbygging" í Kirkjuritinu 3-4/1989, bls. 49-62.
65