Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Qupperneq 89
Formgerðargreining í málvísindum og bókmenntum sem forsenda ritskýringar
félagslegt fyrirbæri og það er að finna í heila einstaklinga mál-
samfélagsins, sem flokkunarkerfi orða og merkinga. Sem slíkt er það
sálfræðilegt fyrirbæri. Menn nálgast það fræðilega í tilteknu tali.
Skrifaður texti byggir á talinu, hljóðinu, en forsenda boðskiptanna er
kerfið,15 sem byggir á mismuni milli hljóða og milli merkinga.16í notkun
máls þurfa menn að ráða bæði yfir fæmi til að forma skilaboð og lesa úr
þeim. Hann hafnar eldra viðhorfi, þar sem litið var á táknið, sem annars
flokks mállegan þátt tjáningar, sem klæddi ekki-mállegt innihald, sem
þegar væri fyrir hendi. Þess í stað hélt hann fram, að sálfræðilega séð
væri hugsun okkar formlaus og ógreindur massi (fr. masse), ef hún væri
ekki tjáð í orðum. Hliðstætt taldi hann að gilti um hljóðin. „Það er
dularfull staðreynd, að „hugsun-hljóð“ felur í sér skiptingu og að
málkerfið myndar einingar sínar milli tvennra formlausra massa (fr. „...
deux masses amorphes.“).“ Málkerfið er kerfi hreinna gilda., þ. e. sál-
fræðilegra gilda hugsana og hljóða. Tákn málkerfisins eiga sér bæði tján-
ingarhlið og innihaldshlið. Það er ekki hægt að tala um innihald án
merkis, eða merki án innihalds. Tenging hljóðs og hugsunar skapar form
og ekki efni (fr. „... cette combination produit une form, non une
substance.“). Og þessi tenging er háð tilviljun (fr. arbitraire).17
De Saussure er þekktur í málvísindum nútímans fyrir fjórar
aðgreiningar:18 1. Málkerfi eða tunga (fr. langue) og tiltekið talað mál
eða tal (fr. parole), 2. Táknmynd (fr. signifiant) og táknmið (fr. signifié),
3. Form (fr. forme) og efniviður (fr. substance), 4. Raðkvæm venzl (fr.
rapports syntagmatiques) og hugrenningavenzl (fr. rapports associatifs)
dæmaraða (fr. paradigme) eða staðkvæm venzl:19
1. Hann taldi, að innan alheimsfyrirbcerisins máls (fr. langage) bæri að
greina á milli tiltekins talaðs máls (fr. parole) og málkerfis þess, þ.
e. málkerfis tiltekins tungumáls (fr. langue).20 Hið síðasttalda væri
eiginlegt viðfangsefni málvísindanna. Málkerfið er eins og áður sagði
félagslegt fyrirbæri, sem er fyrir hendi í heila allra þeirra, sem
tilheyra málsamfélaginu. Það er tegund táknkerfís, sem menn fæðast
inn í og lúta.
2. Þá aðgreindi hann í tákninu (fr. signe) táknmryndina (fr. signifiant)
eða „hljóðmyndina“ (fr. image acustique) og táknmið (fr. signifié)
eða merkinguna (fr. signification), sem hvort tveggja er skráð í heila
manna.21 Hér tók hann upp 2000 ára gamla kenningu stóumanna, sem
15 Sjá de Saussure, bls. 7-17.
16 Sjá de Saussure, bls. 120.
17 Sjá de Saussure, bls. 111 -114.
18 Sjá Lyons, John, Semantics. Volume I, Cambridge e. c.: Cambridge University
Þress 1981. Bls. 238nn.
19 Sjá Hallback, G., bls. 13nn..
20 Sjá de Saussure, bls.9-15.
21 Sjá de Saussure, bls. 65-70.
87