Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Síða 95
Formgerðargreining í málvísindum og bókmenntum sem forsenda ritskýringar
kerfi, sem hann tók upp fyrir áhrif hugmynda de Saussure um and-
stæður,55 væri aðeins greiningartæki eða hvort það lægi í táknkerfi
málsins, af því að það væri einfaldasta og hagstæðasta táknkerfið. Honum
virtist það vera líffræðilegt kerfi, sbr. erfðaeiningamar.56
Athygli skal einnig vakin á því, að Jakobson í andstöðu við de Saussure
áleit ekki málkerfi eða tungu tiltekins tíma kyrrstætt (e. static), heldur
taldi hann það magnað (e. dynamic). í því tækjust á í töluðu máli bæði
viðvarandi þáttur og nýskapandi þáttur. Það ætti heima í tjáskipta-
kringumstæðum einstaklinga.57 Ennfremur taldi hann að tengsl tákn-
myndar og táknmið væm ekki eingöngu háð tilviljun.58
Hann hafði kynnt sér niðurstöður rannsókna um „afasi," þ. e. málstol,
vegna slyss eða sjúkdóms í heila.59 Þar mátti greina m. a. tvenns konar
málmissi, annars vegar er um að ræða missi hæfileika til að velja
samsvarandi orð og hugtök (e. similarity disorder) og hins vegar missi
hæfileika til að tengja orð og hugtök (e. contiguity disorder). Sjúklingur
getur t. d. ekki nefnt „hníf,“ en hann getur nefnt það sem er tengt,
„gaffal“. Þetta útfærði Jakobson í framsemingu á hegðun máls. Hann taldi
þetta samsvara annars vegar raðkvæmum samtengingum og hins vegar
staðkvæmum venzlum eða hugrenningatengslum. Nafnskipti (e.
metonymi) eins og pars pro toto, þ. e. hluti fyrir heild, taldi hann
samsvara raðkvæmum samtengingum, en myndhvötf (e. metafora), þar
sem einn þáttur er settur í stað annars, taldi hann samsvara staðkvæmum -
venzlum.60 Hann taldi óbundið mál hafa tilhneigingu í átt til nafnskipta, en
bundið mál hafa tilhneigingu til myndhvarfa. Skáldskaparmálið lýtur
55 Sjá Jakobson, R., Strucmralisme et téléologie í Jakobson, Roman, Selected Writings
VII. Bls. 125.
56 Sjá Jakobson/Waugh, The Sound Shape of Language, í Jakobson, Roaman, Selected
Writings. Bls. 67-73.
57 Sjá Jakobson, R., La Théorie Saussurienne en Rétrospection í Jakobson, Roman,
Selected Writings VII. Bls. 391-435.
58 Sjá Jakobson, R., Quest for the Essence of Language í Jakobson, Roman, Selected
Writings II. Bls. 345-359. Þar vekur hann athygli á flokkun bandaríska
ffæðimannsins Charles Sanders Peirce (1839-1919) á táknum, þar sem hann aðskilur
líka mynd (e. icon), t. d. af dýri, óbeina tilvísun meb samhengi (e. index), t. d.
fótspor í sandi um tilvist manns eða reyk um eld, og tákn (e. symbol), þar sem
hvorki er um samlíkingu eða samhengi/snertingu er að ræða og samhengi
táknmyndar og táknmiðs er lært eða innrætL
59 Sjá Jakobson, R., Aphasia as a Linguistic Topic í Jakobson, Roman, Selected
Writings II. Bls. 229-238. Two Aspects of Language and two Types of Aphasic
Disturbanses í Roman Jakobson, Selected Writings II. Bls. 239 - 259. On Aphasic
Disorders from a Linguistic Angle, í Jakobson, Roman, Selected Writings VII, bls.
128-140. Brain and Language: Cerebral Hemispheres and Linguistic Structure in
Mutual Light í Jakobson, Roman, Selected Writings VII. Bls. 163-180.
60 Sjá Jakobson, R., Aphasia as a Linguistic Topic í Jakobson, Roman Selected
Writings H. Bls. 235-238. „The opposition of the two types of verbal behavior - the
metonymical, concemed with extemal relations and the metaphorical, involving
internal relations - underlies the altemative syndromes of aphasic disturbances -
similarity disorder and contiguity disorder.“ Bls. 237n.
93