Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 127
Áfangar á þroskaferli trúarinnar
Piaget
Einn áhrifamesti maður á sviði þróunarsálfræðinnar á síðustu áratugum er
án efa svissneski vísindamaðurinn Jean Piaget. Enda þótt hann sé
þekktastur fyrir kenningar sínar á sviði þróunarsálfræði var upphaflegt
viðfangsefni hans heimspekilegt á sviði þekkingarfræði. Meginviðfangsefni
hans var að leita svara við spumingum sem þessum: Hvað er þekking?
Hvemig aflar maðurinn sér þekkingar? Getur hann öðlast hlutlæga
þekkingu á hinum svo nefhda ytri raunveruleika eða litast þekking hans á
umheiminum af hinum innri raunvemleika, manninum sjálfum?
Til þess að leita svara við þessum spumingum tók Piaget að rannsaka
þróun hugsunar eða vitsmunalífs hjá bömum og unglingum. Það vom
þessar rannsóknir sem áttu hug hans allan í meira en þrjátíu ár. Á gmndvelli
viðamikilla og langvarandi rannsókna setti Piaget fram kenningar sínar um
þróunarferli vitsmunalífsins.11
Það em einkenni hverrar lífvem að laga sig að umhverfi sínu og gildir
það bæði um einstök líffæri, líffærakerfi og lífvemna í heild. Piaget telur
vitsmunalífið ekki frábmgðið öðram starfskerfum lífvemnnar hvað þetta
varðar. Þar er undirstaðan einnig skipulagning, sem miðar að starfrænni
heild, og aðlögun (adaption). Skipulagning og aðlögun em tveir fletir á
sama fyrirbæri, samofnir og geta hvomgur án hins verið.
Markmið aðlögunar er jafnvœgi (equilibrium). Hvað vitsmunalífið
varðar, er þróunin fólgin í sífelldri leit að betra jafnvægi milli manns og
umhverfis og milli einstakra þátta hugsunarinnar og einstakra þátta
persónunnar, jafnvægi sem felur í sér þekkingu og skilning á hinu ytra og
„innra“ umhverfi. Hér setja líffræðilegir eiginleikar baminu ákveðnar
skorður. Bam undir tveggja ára aldri hefur vegna áskapaðrar getu sinnar
einungis tök á vitsmunalegum skilningi á sviði ytri athafna. Af því leiðir að
heildarformgerð hugsunar þess verður með ákveðnu sniði, sem er annað en
hjá bami á aldrinum 2-7 ára, sökum þess að þá hafa nýir líffræðilegir
eiginleikar komið fram.
Piaget telur að alls sé að finna fjórar formgerðir vitsmunalífs á þroska-
ferli einstaklings. Þær fylgja hver annarri í ákveðinni röð, en hins vegar er
það nokkuð háð aðstæðum hvaða aldursskeið hver þeirra spannar. Ekki er
heldur sjálfgefið að allir nái efsta stigi vitsmunaþroskans. Á ferli þessarar
þróunar vitsmunalífsins er bamið (maðurinn) virkur aðili. Aðlögunin er
tvennt í senn: samlögun (assimilation), sem felur í sér að leitast er við að
breyta umhverfinu svo það falli að þeirrri formgerð hugsunarinnar sem fyrir
er; hins vegar aðhæfing (accomodation), sem felur það í sér að einstak-
lingurinn verður að breyta formgerð hugsunar sinnar til móts við eðli þess
sem hugsunin er að keppast við að ná tökum á (á sama hátt og greip manns
verður að laga sig að þeim hlut sem hún leitast við að höndla).
Þrjú atriði em gmndvallaratriði í kenningum formgerðarsinna um stig-
greinda þróun:
11 Varðandi það sem hér er sagt um kenningar Piagets er að mestu stuðst við bók
Siguijóns Björnssonar, SálarfrœÖi II, Hlaðbúð 1975, bls. 16-25, auk þess sem
Fowler lýsir í bók sinni Stages of Faith.
125