Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Qupperneq 139
Áfangar á þroskaferli trúarinnar
Skeiðin
Forskeið — Osundurgreind trú
Á þessu skeiði, áður en hugtaka- og orðanotkun hefst að nokkru marki,
tekur bamið ómeðvitaða afstöðu til umhverfis síns. Traust, hugrekki, von
og kærleikur em ekki aðgreind heldur mynda eina heild í baráttu við það
sem bamið skynjar sem hættu eða ógn. Þessi ógn getur átt sér rætur í
óttanum við að vera yfirgefið, ósamræmi í aðstæðum bamsins eða misbresti
á að þörfum þess sé fullnægt. Þótt hér sé í raun um forskeið að ræða, sem
ekki er unnt að rannsaka með þeim aðferðum sem beitt var (þ.e. sam-
ræðum), liggja þeir þættir sem hér þróast, gagnkvæmni, traust, sjálfstæði,
von og hugrekki (eða andstæður þeirra) til grundvallar því sem á eftir fer í
trúarþroska einstaklingsings (eða grafa undan honum). Reynsla á þessu
skeiði, sem fólgin er í traustum og kærleiksríkum samskiptum við þá sem
einkum annast bamið, getur orðið gmndvöllur styrkrar trúar.
Ef á gagnkvæmni skortir er hins vegar hætta á ferðum og afleiðingamar
geta verið tvenns konar. Axuiað hvort getur óæskileg sjálflægni og tilfinning
fyrir því að vera „nafli alheimsins“ náð yfirhöndinni hjá baminu og þar
með spillt fyrir öllu sem heitir gagnkvæmni eða þá að tilfinningin fyrir því
að vera látinn afskiptalaus lokar bamið inni í háttemismynstri einangmnar
og spillir fyrir gagnkvæmum samskiptum.
Breytingar í átt að fyrsta skeiði hefjast þegar hugsun og tunga renna
saman, en með því hefst notkun tákna í tali og leikjum.
Fyrsta skeið. Trú sem byggist á hugboðum og innsœi.22
Þetta þrep einkennist af ímyndunarafli bamsins og hæfileika þess til að
herma eftir. Hér getur sýnilegt fordæmi foreldra og annarra sem standa
baminu nærri, hugblær, athafnir og orðfæri í trúarlegum efnum haft sterk
og varanleg áhrif.
Þetta skeið er dæmigert fyrir böm frá þriggja til sjö ára aldurs. Það ein-
kennist af því hversu óbundin hugsun þeirra er. Viðbrögð þeirra einkennast
af hvatvísi, þ.e. þau láta stjómast af skyndihvötum. Bamið er sífellt að
kynnast nýjungum sem það hefur ekki vitsmunalegan þroska né þekkingu
til að skilja. ímyndunarafl þess er óheft og óháð rökhugsun. Þekkingar-
mynstrin byggja á skynjun og af þeim sökum og vegna óhamins ímynd-
unaraflsins verður til fjöldi mynda og tilfinninga (bæði jákvæðra og nei-
kvæðra) sem síðar þarf að vinna úr þegar hugsun og gildismat hefur náð
meiri stöðugleika og sjálfsskilningurinn vaxið. Bamið, sem er á þessum
árum að vakna til sjálfsvitundar, er sjálflægt og virðir lítils afstöðu annarra.
Á þessum ámm öðlast bamið fyrst vitund um kynferði og dauða og þá
bannhelgi sem samfélagið og fjölskyldan umlykur þessi mikilvægu svið.
Á þessum árum hafa bömin sérstakt yndi af sögum um ótvíræð átök góðs
og ills. Þessar sögur gera bömunum jafnframt kleift að lifa sig inn í
22 Þetta kallar Fowler Intuitive-Projective Faith, sem örðugt er að þýða. Á þessu skeiði
byggja bömin ályktanir og skýringar á hugboðum og innsæi fyrir tilstilli frávarps,
en ekki á rökhugsun.
137