Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Page 142
Sigurður Pálsson
G. Notkun tákna
Á þessu stigi virðast tákn vera í huga bamsins hluti af því sem þau tákna.
Ef bam eyðileggur til dæmis mynd af einhverjum, sem það hefur teiknað,
er það skilið á þann veg að viðkomandi hafi verið gert mein. Þetta getur
orsakað sektarkennd eða vakið ótta um hefnd. Tákn hafa þannig eins konar
„magískan" kraft.
Annað skeið: Goðsagnatengd bókstafstrú
Einhvem tíma á aldrinum sex til átta ára á sér venjulega stað róttæk breyt-
ing á hugsanaferli og gildismati bama sem opnar þeim leið að nýju skeiði
varðandi trúar- og persónuþroska.
Á þessu skeiði byrjar einstaklingurinn að tileinka sér þær sagnir, trúar-
setningar og venjur sem em tákn um þátttöku í samfélagi því sem hann
tilheyrir. Trúaratriði em túlkuð bókstaflega, og sama er að segja um
siðferðisreglur og viðhorf. Tákn em talin einhlít og álitin hafa bókstaflega
merkingu.
Nú taka að þroskast hlutbundnar aðgerðir hugsunarinnar með þeim
afleiðingum að ímyndunaraflinu sem var ráðandi á fyrra skeiði em skorður
settar og fastara skipulagi er komið á fyrri myndir af tilvemnni. Fyrra
skeiðið einkenndist af sundurlausum atburðum og hugsunum en nú ber
meira á því að merking fæðist af heilsteyptri og samkvæmri frásögn.
Frásögnin verður einmitt helsta tækið sem notað er til að gefa reynslunni
gildi og samhengi og líta til framtíðar. Samt sem áður einkennist skilningur
þessa skeiðs af hlutlægni, bókstafsskilningi og einsýni. Þetta er trúarskeið
skólabamsins (þótt stundum sé formgerð þess einnig ráðandi hjá unglingum
og fullorðnu fólki).
Á þessu skeiði eykst einnig hæfnin til að setja sig í spor annarra og knýr
það á um að lífsviðhorfið sé í ríkara mæli en áður byggt á sanngimi og
réttlæti sem hvort tveggja gmndvallast á gagnvirkni/tvísæi.24 Ágreiningur
og átök leiða til þess að betri lausna er leitað en sjálfhverfra lausna fyrra
skeiðs. Persónur í goðsögnum25 em maruigervingar. Einstaklingar á þessu
skeiði geta orðið fyrir sterkum áhrifum af táknrænum og dramatískum
hlutum, og geta með ítmstu nákvæmni (smámunasemi) sagt frá því sem við
hefur borið. Þeir ná þó ekki að hverfa frá flæði frásagnanna til að skapa
íhugula merkingu hugtaka. Á þessu skeiði er merkingin bundin í frásögnum
og borin uppi af þeim.
Nýir hæfileikar og styrkur þessa skeiðs er fólginn í hæfninni til frásagnar
og þeirri nýju leið sem frásögnin, dramað og goðsögnin ryðja til að ljá
reynslunni samhengi og túlka hana.
Á fyrra skeiði var bamið á valdi skyndihvata sinna, án þess þó að gera
sér grein fyrir þeim. Nú einkennist einstaklingurinn af því að gera sér grein
fyrir þörfum sínum, löngunum og áhuga og sér umhverfi sitt í ljósi þeirra,
þ.e. þær verða eins konar sía, sem ræður túlkun einstaklingsins á reynslu
sinni og á öðmm einstaklingum. Fullorðnir einstaklingar sem em á þessu
24 Fowler notar um þetta enska orðið reciprocity.
25 Á ensku: Cosmic stories.
140