Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Page 167
Eins er þér vant
ekki.3 Það þarf enga hugmyndafræði í viðbót við boðskap Jesú Krists til
þess að taka upp hanzkann fyrir alla þá sem eiga undir högg að sækja
vegna ofríkis annarra eða eigin vanmáttar. Pólitískar kenningar geta hins
vegar haft veruleg áhrif á það hvaða form slíkt hjálparstarf tekur á sig —
hvort ráðizt er að rótum vandans eða staðnæmzt við ásýnd eymdarinnar.4
En svo ég komi nú aftur að aðalatriðinu: Þar sem fólk býr við örbirgð
og ofbeldi liggja verkefni kirkjunnar ljós fyrir og blasa bókstaflega við á
götum úti. Það er e.t.v. lögmál, þótt það sé nöturlegt, að því meiri sem
lífsháskinn er, því meira líf sé með kirkjunni. Kaflinn, sem ég vitnaði í
áðan eftir séra Auði Eir, er úr ritgerð um guðfræði svartra sem búa við
ánauð kynþáttamisréttis. Þar segir að „kirkja svertingjanna virðist bera
mjög af safnaðarkirkjum okkar í styrk og eldmóði“.5 Séra Karl
Sigurbjömsson gerði á síðast liðnu ári mjög áhugaverðan samanburð á
kirkjustarfi í Reykjavík og Seattle. í frásögninni dregur hann vel fram
hve hlutverk kirkjunnar er háð þeim félagslegu skilyrðum sem hún býr
við á hvomm stað.6 Enginn vafi virðist leika á því að hinar ýmsu
stofnanir samhjálpar sem em til staðar í íslenzku samfélagi, en skortir í
því bandaríska, hafa geysilega mikil áhrif á þjónustu og ímynd
kirkjunnar. Meginveikleika íslenzku kirkjunnar segir Karl vera þann að
hún sé ekki lifandi samfélag, heldur leggi fólk hana að jöfnu við
prestastéttina, hún sé prestakirkja sem sjái um afmarkaðar kirkjulegar
athafnir.7 í Seattle er kirkjan aftur á móti virkari á vettvangi daglegs lífs
og á dýpri hlutdeild í kjörum almennings en tíðkast hér á landi.
Hvaða ályktanir er hægt að draga af staðreyndum sem þessum? Er
hugsanlegt að það væri betra fyrir kirkjuna að fólk byggi við meiri
örbirgð og óréttlæti á íslandi en raun er á? Þótt það kynni að hleypa
meira lífi í kirkjuna, þá væri það varla ákjósanlegt frá kristilegu
sjónarmiði — og það sem er ekki Guði þóknanlegt er varla gott fyrir
kirkjuna. En liggur þá ekki beint við að líta svo á að sú staðreynd að
íslendingar hafa náð að byggja samfélag, sem tryggir þegnum sínum bæði
efnahagslega velferð og borgaraleg réttindi, sé Guði þóknanlegt og hitt
lítilfjörlegt aukaatriði að kirkjustarf sé í daufara lagi. Guð láti gott á vita,
því ég hef einmitt verið að tengja saman blómlega kirkju og það böl sem
fylgir örbirgð og óréttlæti. Það sem máli skiptir frá kristilegu sjónarmiði
er þá kannski fyrst og fremst það að þjóðin hefur verið frelsuð undan
3 Um frelsunarguðfræði á íslenzku sjá t.d. Josep Tarzinger, „Forsendur
frelsunarguðfræði, vandi hennar og áreitið sem af henni stafar,“ þýð. Sigurður
Sigurðarson, OrðiO, Rit Félags guðfræðinema, 19 (1985), s. 46-49, og Sr. Þorbjöm
Hlynur Ámason, „Um guðfræði og frelsun," OrÖiS, Rit Félags guðfræðinema, 20
(1986), s. 20-29.
4 "... the church should not just go and dress the wounds of the suffering when
society abandons them, but challenge the social and economic values that are behind
such govemment policies." Karl Sigurbjömsson, The Church and the City, the
church and the urban situation in Seattle and Reykjavík (óprentuð námsritgerð,
NTU, 1989), s. 13.
5 Auður Eir, „Guðfræði svartra,“ s. 33.
6 Karl Sigurbjömsson, The Church and the City.
7 Sami, s. 15.
165