Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Page 171
Eins er þér vant
ekki ró þeirra sem njóta orðsins án þess að tileinka sér það, vilja heyra
hið guðdómlega en ekki breyta eftir því.
Það er hér sem hin siðferðilega freisting skýtur upp kollinum.Með
henni á ég við þá tilhneigingu meðal kirkjunnar manna að fara fram af
siðferðilegri vandlætingu og jafnvel ofstopa í tilteknum málum sem setja
svip sinn á fjölhyggjuþjóðfélög. Þessi tilhneiging virðist þannig vera
nánast andstæða hinnar fagurfræðilegu freistni, því hin siðferðilega eða
móralíska kirkja er afar gagnrýnin og gerir orðið að sverði ef því er að
skipta. Þegar mikið er í húfi hvetur hún sterklega til pólitískra afskipta og
jafnvel baráttu á götum úti. Mikið hefur borið á slíkum þátmm í starfi
ýmissa kirkjudeilda í Bandaríkjunum á undanfömum árum. Herör hefur
verið skorin upp gegn fóstureyðingum og ástum samkynhneigðra, svo
dæmi séu nefnd, um leið og barizt hefur verið fyrir bænahaldi í skólum
og þess háttar málefnum. Það liggur líka beint við fyrir slíka siðapostula
að gera sér mat úr hvers konar hneykslismálum í samfélaginu, nota
tækifærið þegar einhverjum skrikar fótur á svelli siðgæðisins og stilla
honum upp sem víti til vamaðar.
„En hvað er nú að þessu?“, spyijið þið ef til vill. „Hefurðu ekki einmitt
verið að hvetja til gagnrýni og beittrar notkunar orðsins og svo þegar það
er gert kallarðu það að falla í siðferðilega freistni.“ Ástæðan fyrir því að
ég kalla þetta siðferðilega freistni er ekki sú að ég telji kirkjuna ekki eiga
mikilvægu siðferðilegu hlutverki að gegna. Þvert á móti tel ég að það sé
jafn óaðskiljanlegt frá boðskap kirkjunnar og hið fagurfræðilega er frá
táknrænni helgi hennar. En það er hægt að ofgera hinum siðferðilegu og
fagurfræðilegu þáttum í starfi kirkjuimar og misnota þá. Ég kalla það
misnotkun á siðferðishlutverki kirkjunnar að ráðast að tilteknum hópum
eða einstaklingum í nafni kristilegs siðgæðis. Ekki vegna þess að hópar og
einstaklingar hagi sér ekki oft ranglega, heldur vegna þess að
siðferðilegar árásir samrýmast ekki eiginlegri kristni. Slíkur
siðferðisboðskapur felur í sér afturhvarf til lögmálsins en hunzar inntak
náungakærleikans sem Kristur gerði að kjama málsins.
Með þessu á ég auðvitað ekki við að barátta gegn ranglæti og
siðspillingu samrýmist ekki kristnum boðskap. Það væri fáránleg
fullyrðing. Spumingin snýst um það hvemig það er gert. Hún snýst um
það hvort tekið er á djúpstæðum einkennum í menningu okkar og
samfélagi sem raunverulega ógna kristnum lífsgildum, eða hvort
einstakar athafnir og persónur em úthrópaðar á yfirborðslegan hátt.
Kirkjan á að halda fram kristnum siðaboðskap af einurð, án þess að gefa
nokkm viðhorfi einokunarvald eða leggja nokkum mann í einelti. Um
ástæður þess að siðaboðskapur kirkjunnar eigi ekki að verða árásargjam
þarf vart að fjölyrða. Jesús varar margoft við áfellisdómum og
siðferðilegum viðurlögum, þótt hann hiki ekki við að ráðast gegn
spillingu. En aðalatriðið í siðaboðskap hans er þögult fordæmi og algjör
samkvæmni milli orða og athafna. „Fordæmið skiptir ekki mestu máli til
169