Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Síða 179
Eru GuÖ og „Óvinurinn” sama persónan?
Eins og áður sagði er sá tími liðinn að menn leiti samfelldra skrifaðra
heimilda í Samúels og Konungabókum líkt og gerist í Fimmbókaritinu.
Menn reyna að grafa upp einangraða kafla og þætti sem síðar voru
sameinaðir í stærri bálka og síðar í eitt ritverk, Samúels og Konunga-
bækur.4
En ég er ekki með hugann við þessar sögulegu spurningar um aldur
textanna á þessu stigi, ekki fyrr en grípa þarf til þeirra síðar til þess að
skýra hugmyndimar.
Innihald 8.-12. kapítula í 1 Samúel
Eins og við munum öll fjalla fyrstu 7 kapítulamir í 1. Sam um tíma
Samúels sem dómara í ísrael. 8.-12. kapítulinn fjalla um það er
konungdæmi var komið á við skiptar skoðanir og andstöðu margra,
sennilega einkum þeirra sem aðhylltust norðlenskar hefðir utan úr
óbyggðum og frá „Sínaí“. Fléttast þar saman tvær hefðir af ólíkum upp-
mna og með frábmgðin sjónarmið.
Menn krefjast konungs eins og aðrar þjóðir hafa yfir sér til þess að
þeim genga betur í baráttunni við ofurefli Filisteanna, en Samúel varar
eindregið við því að sú leið verði valin. Þá er Sál smurður á laun í
tengslum við leit hans að týndu ösnunum og smyr Samúel hann sem
væntanlegan konung ísraels. Þá er Sál kjörinn með hlutkesti og hylltur
sem konungur af öllum lýð. Sál sýnir af sér mikla hreysti og sannar sig
sem karismatískur leiðtogi er hann bjargar Jabes Gfleað og er Sál gerður
konungur í Gilgal (11. kapítulinn). Og loks mælir Samúel fram réttindi
konungdómsins í mikilli ræðu þar í Gilgal í 12. kapítulanum, sem líkist
nokkuð sáttmálstextum hvað innihaldið snertir.
Sá kapítuli er hinn merkasti fyrir skilning okkar á því sem á eftir
kemur í 13. og 15. kap. vegna þess að í þessari miklu ræðu sinni í 12.
kapítula koma fram sættir við það sem áður gerðist: Yahweh er loksins
orðinn sáttur við konungdæmið, þótt spámenn hans hafi mælt því í gegn,
en hins vegar eru sett fram skilyrði: Konungurinn og lýðurinn skulu gæta
trúnaðar við Yahweh og boð hans, ella mun náð hans ekki veitast konung-
inum. Þegar saga Sáls í framhaldinu, í 13. og 15. kap., er skoðuð í þessu
ljósi kemur auðvitað í ljós að hann reyndist ótrúr og varð því að víkja
fyrir nýjum konungi, Davíð.
En tvennt setur hér strik í reikninginn: Annars vegar em menn ekki á
eitt sáttir um eðli þessa kapítula (12) og telja sumir hann deuteronómskan,
eins og t.d. Veijola. Hvemig sem á það er litið er augljóst, jafnvel þótt
lesið sé í íslenskri þýðingu, að hér er hinn upphaflegi sögumaður ekki á
ferðinni heldur er þetta viðbót til þess gerð að sætta þverstæður fyrri
kapítula.
Og svo er hitt: Þessi kapítuli, hinn tólfti, gerir vitaskuld ráð fyrir
möguleika fyririrgefningarinnar, eins og öll hin prófetíska og deutero-
nómska guðfræði gerir. Sömuleiðis er gert ráð fyrir meðalgangara,
4 A.F. Campbell, S.J., „1-2 Samuel", The New Jerome Biblical Commentary,
Englewood Cliffs, N.J.: Prentice Hall, Inc., 1989, 146.