Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Page 189
Eru Guð og „Óvinurinn” sama persónan?
Sál biður tvenns: fyrirgefningar, og þess að Samúel snúi aftur með honum
til þess að hann megi ganga til kirkju. Samúel virðir ekki fyrri bónina
svars og neitar hinni síðari. Hann kveður upp endanlegan dóm, að
Yahweh hafi hafnað Sál, og er þar með lokið þessari dramatísku þráttan
þeirra Samúels og Sáls með lokaorðum deilunnar og orðaerjanna:
15:26
„Eg sný ekki við með þér.
Af því að þú hefir hafnað skipun Drottins, þá hefir og Drottinn hafnað þér og svipt þig
konungdómi yfir Israel."
Hér tel ég að líta megi svo á að sögnin nicham, sem ég sagði áður að
merkti ekki í þessu sambandi „að iðrast“ né neitt annað tilfinningabundið,
heldur nánast „að skipta um skoðun“, „snúa sér, hætta við, breyta til“, hafi
fundið sitt semantíska svið eða merkingarfræðilega svið. M.ö.o. að sögnin
skiljist ekki í sjálfri sér heldur aðeins af umhverfi sínu, sem er afneitun
fyrirgefningarinnar. Tel ég að síðar komi svipað fyrir, en þá mætti alveg
eins tala um semíotískt svið eða táknfræðilegt svið. En komum nánar að
því síðar.
Yahweh hefur sem sagt skipt um skoðun, nicham, breytt fyrri ákvörð-
un, og því kemur ekki fyrirgefning til greina, vegna þess aÖ í raun og
veru er þessi breyting á fyrri ákvörðun Yahweh um að Sál skuli vera
konungur alls ekki grundvölluð á sekt hans né lagabroti á hinum
grimmilegu heremlögum heldur á frelsi Yahweh, sem er ekki bundinri af
siðgæðislegum kröfum. Mörgum mun hrylla upp eins og kellingu á kopp
við að heyra þessa lýsingu á guðsmyndinni í þessum kafla, og er það ekki
að furða, en ég kem nánar að því síðar, hver niðurstaða okkar hlýtur að
vera í þessu efni og kemur þá einmitt í ljós hversu þverstæðukennd guðs-
myndin er.
Skykkjulafið
Eins og áður sagði er samtalinu eða orðaharkinu nú lokið. Ekki tekur
samt við nýtt svið. Sviðið er hið sama og persónur leiksins hinar sömu,
Sál og Samúel, en nú verða sviptingar. Samúel snýr sér við og ætlar að
ganga burt þar sem hann er búinn að neita Sál um að ganga með honum í
helgidóminn. Er hann snýr sér snögglega við, sveiflast lafið á skikkju
hans, Sál grípur í það til þess að halda honum og neyða að fara með sér,
en lafið rifnar í átökunum.
Þetta er áhrifamikil, leikræn eða spámannleg athöfn, eins og títt er í
spámannabókunum, og verður spámanninum Samúel tilefni til andsvars:
„Rifið hefir Drottinn frá þér í dag konungdóminn yfir ísrael og gefið hann öðrum, sem
er betri en þú.
15:29
Ekki lýgur heldur vegsemd ísraels, og ekki bregður hann út af, því að hann er ekki
maður, að hann brigði “
187