Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Page 193

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Page 193
Eru Guð og „Óvinurinn” sama persónan? Frelsi Yahweh Látinn vinur minn, Walter Zimmerli, gerir mikið úr því sem hann nefnir frelsi Yahweh, í bók sinni Grundriss der alttestamentlichen Theologie, 1972, sem ég notaði sem kennslubók fyrr á árum, í enskri þýðingu að vísu. Yahweh er í Gamla testamentinu verund eða raunveruleiki sem er ekki bundinn af röklegum reglum né lögum. Segja mætti því að hann væri ofar öllu siðgæðislegu, væri sjálfum sér lög. Þetta kemur víða fram, t.d. í hinum kunna stað í Ex 33:19: „Eg vil líkna þeim sem ég vil líkna og miskunna þeim sem ég vil miskunna.“ Undirskilið er að Yahweh neitar þeim um miskunn sem hann vill neita um miskunn. Þessi vitund er vita- skuld að baki allrar síðari Sínaíperíkópunnar í Ex 32-34. En ef þetta væri þá lausnin á vandamálinu, sem mér finnst á þessu stigi rannsóknarinnar að sé svo, hvemig eigum við þá að skilja hin grimmilegu örlög sem guðsviljinn dæmir Sál til? Lítum nánar á það atriði. Hiö demoníska Allar alhæfingar um hugarheim Gamla testamentisins og hinna fomu Hebrea em varasamar, eins og sú alhæfing að lífsviðhorf þeirra hafi verið gmndvallað á andstæðunni milli þess sem heilagt er og hins sem er van- heilagt. Samt sem áður verður ekki hjá því komist í samhengi sem þessu að bera fram vissar alhæfingar, þótt fyrirvara þurfi að gera á báðar hendur. Á því er enginn vafi, það er skjallega staðfest, að í Gyðingdómi og í Nýja testamentinu rekumst við á tvíhyggju milli hins góða og illa. í Gamla testamentinu er hins vegar ekki fyrir hendi metafýsísk tvíhyggja. Menn ætla því að þessar hugmyndir séu komnar inn í Gyðingdóminn fyrir persnesk áhrif, og þaðan inn í þann Gyðingdóm sem Nýja testamentið er sprottið af. [Hvort metafýsískur dúalismi eða tvíhyggja er fyrir hendi í N.t. eða hvort hann er aðeins það sem ég nefni dramatíska tvíhyggju, um það skal ég ekki fullyrða og sú spuming kemur ekki við þessu verkefni mínu.] En sagt hefur verið að áhrif frá öðrum menningarsvæðum komi aldrei til greina nema fyrir hendi séu þættir í þeirri menningu sem fyrir áhrifunum verður sem geri mögulega þá yfirfærslu hugmynda sem sú menning veldur sem áhrifin stafa frá. Það þýðir að persnesk tvíhyggja hefði aldrei komist inn í Gyðingdóminn og þaðan inn í N.t. ef ekki hefði verið fyrir hendi einhvers konar tvíhyggja í Gamla testamentinu. Og hún er vissulega fyrir hendi á hinu siðlega plani, þ.e. andstæðan milli ills og góðs, ljóssins og myrkursins o.s.frv. í táknmáli t.d. Saltarans. En annars konar tvíhyggja er einnig fyrir hendi þótt hún eigi ekkert skylt við metafýsíska tvíhyggju. Hana nefni ég dramatíska tvíhyggju sem dregur upp leikræna mynd af bardaga tveggja andstæðra, guðlegra afla, eins og t.d. Plágumar í Egyptalandi. Hún er fólgin í því að gert er ráð fyrir bæði hamingju og óhamingju, sælu og vansælu, láni og óláni, og að Yahweh valdi hvom tveggja. Þessir textar valda okkur ætíð erfiðleikum í hermeneutískri túlkun, þ.e. þeirri túlkun sem spyr hvað hlutimir merki í 191
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.