Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 196
Þórir Kr. Þórðarson
eða hvort guðsmyndin sé dýpri, eins og í Biblíunni og í alþýðutrú hinna
heiðnu almúgakvenna Karenar Blixen.
Lúther: Deus absconditus
Hin frumlæga þverstæða lífs og dauða kemur fram í hugmynd Lúthers
um hinn hulda guð, sem nefnd er deus absconditus. Hún er m.a. byggð á
Jesaja 28:21 (ekki 11 eins og misritast hefur hjá Seeberg): „Hann mun
vinna verk sitt, hið undarlega (zar) verk sitt, og framkvæma starf sitt, hið
óvanalega starf sitt ('abodah nok.ríjja)“
Samkvæmt kenningu Lúthers hefur Guð þann eiginleika, eins og
kunnugt er úr rimingunni að vera hulinn og óskiljanlegur, að velja hina
veiku fremur en hina sterku, taka hina fátæku fram yfir hina ríku, velja
heimskuna fram yfir visku heimsins og að láta son sinn verða hold og
deyja á krossi.9 Samkvæmt þessari kenningu kemur það í ljós að lífið er
þverstœða. Dugar því ekki að skoða það með skynseminni einni saman.
Þessi þverstæða kemur fram í því að Guð rífur niður og byggir svo upp
aftur, tortímir og skapar síðan, sbr. eldgosin sem valda hörmungum
þegar þau eru að skapa landið.
Afstaða trúarinnar til þessarar þverstæðu er sú að taka henni sem
leyndardómi. Sá guð sem starfar þannig að hann stríðir gegn skynseminni
er játaður í trú hjartans (Seeberg, sama ív.). Dauði og upprisa Krists er
hjá Lúther sterkasta tjáning hins hulda guðs (Seeberg, s. 63). — Og það
sem liggur til grundvallar þessari hugsun hjá Lúther er, skv. Seeberg (s.
64) hið algera frelsi Guðs. Hann er frjáls gagnvart lífi og dauða og hefur
allt í hendi sinni, svo að við mennimir fáum ekki skilið hann. (Og kannski
er heldur engin skynsemi á bak við gerðir hans, t.d. er ungt fólk glatar
lífi, þá er ekki nein meining, merking eða tilgangur að baki því.) Við
getum sagt það eitt að allt líf, allir atburðir sem gerast og allar breytingar
í tilverunni orsakast af frumkrafti Guðs. Og það er þessi atburðarás
frumkraftsins í geimnum sem eðlisfræðingamir reyna að skilja, núna
síðast Hawking (Saga tímans). En, eins og gömul vinkona mín í Edinborg,
Magda King, sagði við mig: „I don't believe God is a mathematician.“ Og
ég er henni mjög sammála. Það sem maðurinn finnur með rannsóknum
sínum, stærðfræði og eðlisfræði um upphaf, gerð og örlög geimsins er
ekkert annað en hann sjálfur, stærðfræði hans og kenningar. (Magda
King.)
Tillich: „God above God“
Margir telja að bók Tillichs, Courage to Be, sé merkasta guðfræðirit
seinustu áratuga. Vissulega hefur engin bók í guðfræði hjálpað mér meir
en sú. Þar lýsir Tillich afstöðu Stóumanna (Seneca). Guðimir em hin
blindu örlög og hinn svinni maður hefur sig yfir þá og óttast ekkert,
hvorki lífið né dauðann. Maðurinn reisir sig yfir guðina með því að
gerast þátttakandi í alheimslífi vitsins, skynseminnar. Þá segja þeir að sál
9 Erich Seeberg, Luthers Theologie in ihren Grundziigen. Zweite Auflage. Stuttgart:
Kohlhammer, 1950, s. 62.