Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 8

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 8
Friedrich Schleiermacher — Martin Ringmar rúmi eru í raun réttri mismunandi tungumál, sem þurfa oft á túlkun að halda sín á milli; jafnvel samtímamenn sem tala sömu mállýzku en tilheyra mismunandi þjóðfélagsstéttum á mismunandi menntunarstigi og lítil sam- skipti hafa sín á milli, skilja hverir aðra oft á tíðum einungis með áþekkri aðstoð. Já, þurfum vér ekki oft að þýða fyrir oss sjálfa mál þess manns sem er oss ólíkur að geði og skapi, jafnvel þó að hann sé fullkomlega jafningi vor, nefnilega þegar oss þykja sömu orð hafa allt aðra merking í vorum munni en í hans, stundum veikari, stundum sterkari, og að vér, þegar vér viljum segja það sama og hann, mundum nota allt önnur orð og orðalag: þá virðist, þegar vér gjörum þessa tilfinning nákvæmari og hún verður að hugsun, að vér séum að þýða. Já, vort eigið orðalag verðum vér stundum að þýða eftir nokkurn tíma, ef vér eigum að tileinka oss það rétt aftur. Og þessi færni er ekki einungis stunduð til þess að gróðursetja það sem eitt tungumál hefir af sér gefið á sviði vísinda og málsins lista í framandi moldu og þar með auka áhrif þessara andlegu ávaxta, heldur reynir einnig á hana í viðskiptum mismunandi þjóða, og í samskiptum sendifulltrúa óháðra ríkja, ef þeir vilja gæta fyllsta jafnréttis án þess að grípa til dauðrar tungu. Hér munum vér vitaskuld eigi hugleiða allt það sem fyrirfinnst á þessu sviði. Nauðsyn þess að þýða innan eigin máls eður mállýzku er meira og minna eins konar skammtímaþörf háð lunderni, og hún er einmitt einn- ig í áhrifum sínum alltof tengd augnablikinu til þess að þurfa á frekari leiðbeiningu að halda en þeirri sem tilfinningin veitir; og ef ætti að setja reglur um þetta yrði þær einungis siðareglur til að opna hug manna fyrir því sem þeim er framandi. Leggjum þetta því til hliðar og snúum oss nú að yfirfærslu af erlendu tungumáli á vort eigið; en hér má einnig greina milli tveggja sviða þýðinga, án þess þó að mörkin á milli þeirra séu skýr (sem sjaldnast er tilfellið), því þau skarast, en ef á endapunkt hvors um sig er lit- ið sést munurinn greinilega. Túlkurinn starfar nefnilega á sviði viðskipta- lífsins, en hinn eiginlegi þýðandi umfram allt á sviði vísinda og lista.1 Þessi aðgreining kann að þykja geðþóttakennd (eins og kunnugt er er vaninn að telja túlkun munnlega en þýðing skriflega athöfn), þó fyrirgefi menn þessa hagræðingu í þágu stundarþarfa, og það því frekar sem þessar skilgrein- ingar eru ekki eins ólíkar og ætla mætti. Ritmálið er vel til verksins fallið á sviði lista og vísinda, en með því öðlast verk þeirra staðfestu; og það að túlka vísindaleg eða listræn afrek frá munni til munns, væri eins tilgangs- laust og það virðist óframkvæmanlegt. I viðskiptalífinu aftur á móti er rit- málið aðeins vélrænt verkfæri; þar eru munnleg samskipti upprunaleg og sérhverja ritaða túlkun má eiginlega álíta leidda af þeirri munnlegu. I Schleiermacher lítur sem sé þannig á að „Dolmetscher" sé sá sem þýðir fyrir viðskipta- lífið, hið praktíska líf, munnlega og skriflega. 6 á- JSaydiá - Tímarit um þýðingar nr 14 / 2010
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.