Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 10

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 10
Friedrich Schleiermacher - Martin Ringmar hverjum mæli stærðfræði eða flatarmálsfræði, því tölur og mál koma alls staðar til hjálpar. Jafnvel í þeim hugtökum sem ná yfir „hið meira og hið minna"1 eins og sagt var að fornu, og sem táknað er með röð orða sem í hversdagslífinu eru háð sífelldum merkingarbreytingum, kemst fljótlega hefðbundin röð og regla á notkun einstakra orða. Svo fremi ræðumaður reynir ekki vísvitandi að vera óljós til að blekkja fólk, eða er af vangá myrk- ur í máli, þá er hann einfaldlega skiljanlegur hverjum þeim er tungumálið og málefnið þekkir, og eftir stendur ekki nema smávægilegur mismunur í málnotkun hverju sinni. Þannig er yfirleitt á svipstundu hægt að ganga úr skugga um hvaða samsvörun tiltekið orðalag í öðru málinu hefir í hinu. Þess vegna er yfirfærsla á þessu sviði næstum því vélrænt verk sem hver og einn með þokkalega þekkingu á báðum málunum getur leyst þannig af hendi, efhjá augljósum villum verður komizt, að lítill munur verði á vel og illa unnu verki. Aftur á móti kemur tvennt til sem gjörbreytir aðstæðum hvað varð- ar verk lista og vísinda og yfirfærslu þeirra af einu máli á annað. Því ef væri því þannig háttað í tveimur tungumálum að orð í öðru samsvaraði nákvæmlega orði í hinu og að hugtökin næði yfir hið sama; ef beygingar þeirra lýsti sömu venzlum, og ef samtengingar þeirra gæti komið í stað hver annarrar, þannig að málin væri í raun mismunandi eingöngu fyrir eyrað, þá yrði öll þýðing2 einnig á sviði lista og vísinda, svo fremi henni er ein- ungis ætlað að miðla þekkingu á innihaldi rits eður ræðu, álíka vélræn og í viðskiptalífinu. Vér gætum þá sagt um hverja þýðing, burtséð frá áhrifum málhljóða og tónfalls, að í gegnum hana komist hinn erlendi lesandi í sömu tengsl3 við höfundinn og verk hans og lesandi frumtextans. En nú er þessu þveröfugt háttað, séu tungumál ekki svo náskyld að jafnvel megi líta á þau sem mismunandi mállýzkur, og því meira sem greinir þau að með aukinni fjarlægð í tíma eða uppruna, því ólíklegra er að eitt einasta orð í einni tungu eigi nákvæmlega samsvörun í annarri eða að beyging einnar tungu sameini nákvæmlega sama fjölbreytileika afvenzlum og samsvarandi beyging í annarri. Sakir þess að þessi órökvísi,4 ef eg má svo að orði komast, kemur fram í sérhverri einingu tveggja mála, þá verður hún líka að birtast í öllum mannlegum samskiptum. Samt er augljóst að áhrif hennar hér eru mun minni eða jafnvel engin. Öll orð sem lýsa hlutum eða starfsemi og máli kunna að skipta eru þegar metin og vegin og vilji 1 „das Melir und Minder“. 2 Hér stendur „Uebersezen"; ekki virðist hægt að gera greinarinun á íslensku á „Uberset- zen“ („það að þýða“) og „Ubersetzung"? 3 Verháltnis. 4 Irrationalitat. 8 á J3ayá)á — Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.