Jón á Bægisá - 01.12.2010, Síða 12

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Síða 12
Friedrich Schleiermacher - Martin Ringmar vitað sé hvort þeirra ræður í einstökum hluta og í heildinni. Vér skiljum einnig orðræðuna sem verk ræðumannsins eingöngu ef vér finnum samtímis hvar og hvernig máttur málsins hefir tekið hann tökum, hvar eldingu hugsunar hefir lostið niður, hvar og í hvaða myndum þess hið frjálsa svífandi hugmyndaflug hefir verið beizlað. Eigi skiljum vér heldur ræðuna sem ávöxt tungunnar og birting anda hennar nema - þegar vér finnum að þannig, svo dæmi sé tekið, gæti aðeins Forn-Grikki að orði komizt, að þannig gæti aðeins þessi tunga í mennsku geði birzt — maður finni samtímis að þannig gæti aðeins þessi sami maður hugsað og talað á gríska vísu, að þannig tökum gæti aðeins hann tekið tunguna, að þannig birtist aðeins hans lifandi eign í ríkidæmi málsins, aðeins hans1 skilningur á brag og hljómfegurð, aðeins hans hugsandi og skapandi afl. Með því að réttur skilningur á þessu sviði reynist erfiður jafnvel á eigin máli og krefst að kafað sé djúpt í anda tungunnar og í sérkenni höfundar; hversu göfug og upphafin list er þetta þá eigi þegar málið snýst um afurðir framandi og fjarlægrar tungu! Þegar einhver hefir þá lært listina að skilja, með því að nema tungumálið ötullega og þekkja til hlítar andlega sögu þjóðarinnar sem talar það, og með lifandi og glöggri rýni í einstök verk og höfunda þeirra, þá vissulega — en aðeins pd-getur honum tekizt að veita löndum sínum og samtímamönnum áþekkan skilning á meistaraverkum lista og vísinda. En efasemdir munu rísa þegar nær dregur að hefjast handa, þegar markmiðin eru nákvæmar skilgreind og ráðin sem standa honum til boða eru metin. Ber honum að ætla sér að færa saman tvo hvora öðrum jafn fjarlæga menn og málfélaga sinn, ókunnugan máli höfundar, og höfundinn, í þeim tilgangi að þeir verði í ámóta beinu sambandi og höfundurinn og lesandi frumtextans? Eða segjum svo að hann vilji einungis láta lesanda sinn í einhverjum mæli skynja það og njóta sem gladdi hann sjálfan, þó svo að það beri merki mæðu hans og keim af hinu framandi: hvernig getur honum auðnazt hið síðara — svo eigi sé minnzt á hið fyrra — með þeim ráðum sem honum eru tiltæk? Ef lesendur hans eiga að skilja, þá verða þeir að átta sig á anda tungunnar sem höfundurinn skrifaði á, þeir verða að geta virt fyrir sér sérstæðan hugsunarhátt og lunderni höfundar; en til að koma þessu í kring getur hann ekkert boðið þeim nema þeirra eigið tungumál, sem samsvarar hinu aldrei til fulls, og sjálfan sig ásamt misgóðum skilningi sínum og aðdáun — stundum meiri, stundum minni — á höfundinum. Virðist þá eigi það að þýða, að svo athuguðu máli, vera fánýt iðja? Þess vegna hafa menn í örvæntingu sinni um að ná þessu markmiði, eða, ef svo má að orði komast, áður en það markmið er þeim fyllilega ljóst, fundið tvær aðrar leiðir er I I’ýski textinn hefur hér „ein“, að öllum líkindum prentvilla fyrir „sein“. IO Pfiá/l d . JOr/y/ód - TÍMARIT UM ÞÝÐINGAR NR. 14 / 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.