Jón á Bægisá - 01.12.2010, Page 15

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Page 15
Um hinar mismunandi pýíingaraðferSir Fyrsta þýðingaraðferðin verður fullkomin sinnar tegundar, þegar segja má að hefði höfundurinn lært þýzku jafnvel og þýðandinn latínu, þá hefði hann þýtt verkið sitt (sem er upphaflega samið á latínu) einmitt á þann veg sem þýðandinn gjörði það í raun. En hin aðferðin, af því að hún sýnir ekki hvernig höfundurinn hefði sjálfur þýtt, heldur hvernig hann hefði sem innfæddur Þjóðverji ritað á þýzka tungu, hefir naumast annan mælikvarða á fullkomnun en þann, að ef mætti breyta öllum þýzkum lesendum í sam- tímamenn höfundar nákunnuga honum, þá væri verkið þeim algjörlega hið sama og þýðingin er þeim nú, þegar höfundur hefir breytt sér í Þjóð- verja. Þessi aðferð er greinilega þeim hugleikin sem hagnýta sér þá formúlu að þýða beri höfund eins og hann hefði sjálfur skrifað á þýzku. Ut frá þess- ari andstöðu ætti að vera fyllilega ljóst hve frábrugðin vinnubrögð aðferð- anna tveggja eru í smáatriðunum og hversu illskiljanlegt og reikult verkið verður ef skipt er milli aðferða í miðjum klíðum. Og eg vil enn fremur meina að utan þessara tveggja sé engin þriðja aðferð til sem vinnur að skýru markmiði. Vissulega er ekkert annað háttalag mögulegt. Aðskildu aðiljarnir tveir verða annað hvort að mætast miðja vega - en það er ávallt hjá þýðandanum - ellegar annar verður að færa sig alla leið til hins; af þeim tveimur kostum* 1 telst einungis annar til þýðingarsviðsins: hinn væri fyrir hendi ef, í þessu tilfelli, þýzku lesendurnir næði fullkomnu valdi á latínu, eða, réttara jafnvel, latínan næði valdi á þeim. Hvað sem menn síðan segja um þýðingar, að þær séu eftir bókstafnum eða merkingunni, tryggar eða frjálsar, eða hvernig sem ella má að orði komast um þenna mismun, þá teljast þær allar til annarrar þessara tveggja aðferða. En ef á að skilgreina hér galla eða kosti, þá er hið trygga og hið merkingarbundna, ellegar hið of bókstaflega og hið of frjálslega, eigi það sama í annarri aðferðinni og í hinni. Ætlun mín er því, að öllum smáatriðum slepptum (en þau hafa verið ítarlega rædd meðal sérfræðinga), að skoða eingöngu algengstu drætti beggja aðferðanna, til að glæða skilning á því í hverju erfiðleikar og kostir hvorrar um sig eru fólgnir og hvernig þær fara að því að ná markmiði sínu og hvar mörkin eru fyrir nothæfni þeirra. Tvennt verður eftir ógjört þegar þessari ritgjörð sleppir, því hún er ekki nema inngangur. Annars vegar mætti búa til leiðarvísi fyrir hvora aðferð, þar sem vísað er í mismunandi tegundir orðræðu, og hins vegar mætti safna saman fremstu tilraunum eftir hvorri aðferðinni til samanburðar og gagnrýni, og þar með varpa enn fremur ljósi á viðfangsefnið. En hvort tveggja verður að bíða annars manns eða alltént annars tækifæris. ég það þannig í textanum: „til lesenda“ en „til móts við höfundinn“). i Skv. mínurn skilningi á „tveir kostir" hér við i: H -* L eða 2: L -► H (sbr. neðanmáls- grein á bls. 12) og af þeim fellur eingöngu L -> H undir þýðingu. á jdayeliá — Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki. 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.