Jón á Bægisá - 01.12.2010, Síða 16

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Síða 16
Friedrich Schleiermacher - Mcirtin Ringmar Þýðingaraðferðin sem sækist eftir að lesandinn sem Þjóðverji verði fyrir svipuðum áhrifum og hefði hann getað lesið frumverkið, verður fyrst að komast að, í hvaða skilningi ber að líkja eftir frummálinu. Því til er einn skilningur sem ekki máeftirlíkjaogannarsem ófært er að eftirlíkja. Sásem forðast ber er skilningur skólapiltsins er þreytulega og jafnvel í viðbjóði baslast í gegnum smáatriðin og fer þess vegna varhluta af skýrri yfirsýn á heildina og nær þannig aldrei lifandi sambandi við innra samhengi textans. A meðan menntastétt þjóðar hefir enga djúpstæða reynslu af öðrum tungumálum, þá mega þeir sem eru lengra komnir eigi iðka þýðingar af þessari gjörð. Því ef þeir taka mark á sínum eigin skilningi þá verða þeir lítt skiljanlegir öðrum, og hafa til lítils unnið; en ef þeir á hinn bóginn taka mark á hinum almenna skilningi, þá verður bjagað verkið í flýti dregið niður af sviðinu. Á þvílíkum tímum mega því fyrst frjálsar eftirlíkingar vekja og glæða löngunina eftir hinu framandlega og endur- sagnir undirbúa almennan skilning, til þess að ryðja komandi þýðingum braut.1 En til er einnig annar skilningur sem engum þýðanda er fært að endurskapa. Hugsum oss þess konar dásamlega menn, þá er Náttúran stöku sinnum lætur fram koma, til þess að sýna að hún geti í einstökum tilfellum eytt bilinu sem greinir að hugsunarhætti þjóða; menn er finna til svo undursamlegs skyldleika við framandi menning að þeir lifa og hrærast og hugsa á framandi tungu og í ávöxtum hennar, en með þessari algjöru aðlögun að erlendri veröld verður þeim heimamenning og heimatunga framandi. Eða hugsum oss ennfremur þá menn sem virðist ætlað að sýna fram á tungumálahæfnina í heild sinni, en allar tungur er þeir læra eru þeim jafnar, þeir klæðast í og úr þeim eins og fötum; á þeim punkti þar sem þessir menn eru staddir er þýðing einskis virði, því í þeirra skilningi á framandi verki gætir ei lengur nokkurra áhrifa frá móðurmálinu og þeir verða verksins varir beint á frummálinu alveg eins og heimamenn án þess að móðurmálið komi þar við sögu; ei heldur finna þeir fyrir ósamræmi milli hugsana sinna og málsins sem þeir lesa á, en þá kann heldur engin 1 Þannig var hið almenna ástand hjá Þjóðverjum á þeim tíma sem Goethe á við (sbr. Aus meinem Lebeti III, s. iii), þegar hann heldur því fram að jafnvel ljóðlist eigi að þýða í óbundnu máli (en þvílíkar þýðingar verða alltaf meira og minna endursagnir), til hagræðingar fýrir menntun unga fólksins; en að þessu er ég honum fýllilega sammála, því að á slíkum tímum má aðeins koma uppfýndingu (sbr. inventio) erlendrar ljóðlistar til skila, en engrar viðurkenningar er að vænta vegna bragarsnilldar eða hljómfegurðar hennar. Hinu vil ég aftur á móti ekki trúa, að Hómer í þýðingu Voss eða Shakespeare í þýðingu Schlegels geti eigi þjónað öðrum en háttlærðum til skemmtunar, eða þá að enn ein prósaþýðing á Hómer gæti glætt ekta smekkvísi og listmenntun; heldur viljum vér fýrir börn aðlögun eins og Becker hefir gjört og fýrir fullorðna unga og gamla þýðing í bundnu máli (þá þýðing vantar oss væntalega enn þá), en ég sé ekki að neitt milli þessara tveggja geti komið að gagni. [Neðanmálsgrein hjá höf. MR] 14 á Æaydiá- — Ti'marit um þýðingar nr. 14 / 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.