Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 22
Friedrích Schleiermacher - Martin Ringmar
í mismunandi skóla og almenningur í mismunandi fylkingar til fylgis við
þá, og þó að grundvallaraðferðin sé sú sama, geta mismunandi þýðingar
á sama verki verið til samhliða, gjörðar frá mismunandi sjónarhornum,
en um enga þeirra verður sagt að hún í öllu sé hinum fremri, aðeins um
einstaka kafla verður sagt að þessi kafli hafi tekizt betur í einni þýðingu
en hinn betur í annarri. Það er ekki fyrr en öllum þýðingum er safnað
saman og þær bornar saman (og þá má sjá hvernig ein hér en önnur þar
fylgir frummálinu náið eða þá hlífir frekar í staðinn móðurmálinu) sem
verkefni þeirra er lokið, þótt virði þeirra hverrar um sig verði áfram afstætt
og huglægt.
Þetta eru þau vandkvæði sem þessi þýðingaraðferð mun mæta, og þeir
ágallar sem helzt fylgja henni. En að þessu viðurkenndu verður samt að
meta mikils framtakið sjálft og ótvíræða kosti þess. Velfarnaður þess er
tvennu háður; að skilningur á erlendum verkum verði almennur og mik-
ils metinn og að hinu innlenda tungumáli leyfist ákveðinn sveigjanleiki.
Séu þessi skilyrði fyrir hendi þá munu þýðingar í þessum skilningi verða
sjálfsagt framlag til menningarþróunarinnar og hafa ákveðið gildi í sjálfu
sér, en þær veita einnig ánægju.
En hvernig er ástatt hjá hinni andstæðu aðferð sem ætlar sér að hlífa
lesanda sínum við allri mæðu og erfiði, með því að töfra höfundinn inn í
samtíma hans, og láta verkið koma þannig fyrir sjónir eins og hefði höf-
undurinn sjálfur upphaflega samið það á máli lesanda? Þessa kröfu er oft
talið réttmætt að gjöra til sanns þýðanda, og hún álitin mun æðri og göf-
ugri hinni; einstakar tilraunir hafa verið gjörðar, og jafnvel meistaraverk,
sem hafa greinilega haft þessa kröfu að markmiði. Látum oss nú líta á þetta
mál til að vita hvort æskilegt sé að þessi aðferð, sem tvímælalaust hefir verið
sjaldgæfari en hin, verði æ algengari og jafnvel ryðji hinni, sem er í mörgu
vafasöm og ófullnægjandi, alveg úr vegi.
Eitt gefur augaleið, en það er að tungumál þýðandans hefir alls enga
ástæðu til að óttast þessa aðferð. Fyrsta regla hans, sem byggir á vinnu-
tengslum hans við erlent tungumál, hlýtur að vera að leyfa ekkert sem er
ekki hæft í frumsömdum verkum af svipuðu málsniði. Honum ber, eins og
sérhverjum öðrum, að vera alltént eins annt og höfundinum um hreinleika
og fullkomnun tungunnar, og að sækjast eftir álíka léttum og eðlilegum
stíl eins og þeim sem höfundur hans er rómaður fyrir á frummálinu. Enn
fremur er víst að ef vér viljum að landar vorir skynji á réttan hátt hvað til-
tekinn höfundur hefir verið tungumáli sínu, þá þekkjum vér enga betri
leið en að láta hann komast þannig að orði eins og vér hugsum að hann
hefði talað á voru máli, einkum ef tungumál hans var á svipuðu þróunar-
stigi og vort er nú. Vér getum í einhverjum skilningi hugsað oss hvernig
Tacitus hefði talað sem Þjóðverji, eða réttara sagt, hvernig Þjóðverji mundi
20
á- J3œpá}á- - Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010