Jón á Bægisá - 01.12.2010, Síða 23

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Síða 23
Um hinar mismunandi þýðingaraðferðir tala sem væri tungu vorri það sem Tacitus var tungu sinni; og sæll sá sem hugsar sér þetta svo líflega að hann geti í raun látið Tacitus taka til máls! En hvort þetta gjörðist ef hann léti hann segja það sama og hinn rómverski Tacitus sagði á latínu, það er önnur spurning sem er ekki allsendis auðvelt að játa. Því eitt er að skilja réttilega áhrif þau sem höfundur hefir haft á tungumál sitt - og koma þeim frá sér — en eitthvað allt annað er að geta sér til um hvernig hugsanir hans hefði þróazt, og í hvaða orðalagi þær hefði birtzt, ef hann hefði frá upphafi verið vanur því að hugsa og tjá sig á öðru máli! Sé einhver sannfærður um að hugsun og tjáning í innra eðli sínu séu fyllilega hið sama (en öll færni í að skilja orðræðu, og þar með öll þýðing, er háð þessari sannfæringu), hvort getur hann þá skilið manneskju að frá móðurmáli hennar og haldið því fram að manneskja, eða þá ekki nema hugsanaröð manneskju, geti verið ein og sú sama í tveimur málum? Og ef þessi hugsanaröð er á einhvern hátt frábrugðin í málunum tveimur, getur hann þá þótzt hafa greint hana sundur í innstu frumeindir hennar og hafa fjarlægt þann hluta sem er tungumálsins og síðan með nýjum svipuðum efnafræðilegum hætti látið þetta hið innsta sameinast eðli og krafti ann- arrar tungu? Fyrst þyrfti þá augljóslega — til þess að leysa þetta verkefni - að greina öll þau áhrif í ritverkum tiltekins manns, sem hafa á einhvern hátt samband við það sem hann allt frá bernsku hefir talað eður heyrt á móður- máli sínu, frá hinu hlutlæga viðfangsefni, og síðan bæta við það viðfangs- efni öllum þeim áhrifum sem hann hefði orðið fyrir frá hinu nýja máli, allt frá fæðingu eða fyrstu kynnum sínum af því máli þangað til að hann hefði orðið fær um að hugsa og skrifa beint á því. En það er álíka hugsanlegt að þetta verði hægt og að kleift verði að sameina efnafræðilega mismunandi líf- ræn efni. Já, segja má með sönnu, að þetta markmið að þýða þannig eins og hefði höfundurinn upphaflega skrifað á þýðingarmálinu, sé ekki einungis utan seilingar heldur sé það einnig í sjálfu sér marklaust og einskis virði. Því hver og einn sem tekur gildan hinn skapandi kraft tungunnar og óaðskiljan- leika hennar frá sérkennum þjóðarinnar, hann verður líka að viðurkenna að sérhver hinn ágætasti andi hefir mótað alla sína vizku að heita má (og færnina að tjá hana) með tungunni og í gegnum hana, og að enginn getur klæðzt og afklæðzt henni á vélrænan hátt, eða hugsað á öðru tungumáli að vild eins og þegar skipt er um sameyki; frumverk verða upphaflega til á móðurmálinu einu, og sú spurning hvernig einhver hefði samið eitthvað á öðru máli er allsendis ótæk. Gegn þessu má benda á tvenns konar fyrirbæri sem eru síður en svo óalgeng. Fyrst er það að rnenn hafa vissulega lært, og að því er virðist eigi einungis í fáeinum tilfellum, að skrifa það vel á öðrum tungumálum að þeir semji á því jafnvel heimspeki eða ljóð. Hví má þá eigi, til þess að ná a> Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki. 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.