Jón á Bægisá - 01.12.2010, Qupperneq 29

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Qupperneq 29
Um hitiar mismunandi þýðingaraðferðir meistari í þeirri erfiðu og allt að því ómögulegu list að sameina anda hvors tveggja tungumálanna. En ljóst er að þetta yrði strangt til tekið eigi þýð- ing, og markmiðið væri heldur ekki að njóta sem nákvæmast verkanna sjálfra, heldur kæmist það æ nær endursköpuninni, og slíks listaverks eður afreks gæti sá einn notið sem þegar þekkti höfundana af beinni reynslu á frummálinu. Hið eiginlega markmið gæti aðeins verið að lýsa í smáu venzlum milli orðatiltækja og orðalags mismunandi tungumála og bera þau saman og að varpa í stórum dráttum sérstöku ljósi anda erlends meist- ara á tungumálið, en hann yrði þá sjálfur tekinn alveg úr tengslum við eigin tungu. Ef þetta er þá annars vegar einungis tilgjörðarlegur og hofmannlegur leikur og hins vegar háð blekkingu sem ógjörningur er að beita til fulls, þá er ljóst að þessi tegund þýðingar verður ekki stunduð nema í fáeinum tilraunum, er sýna alveg nógu skýrt að hún hentar ekki til almennrar notk- unar. Þannig skýrist einnig að einungis miklir meistarar, þeir sem treysta mega náðargáfum sínum, geta unnið samkvæmt þessari aðferð; og, ef rétt á að vera, aðeins þeir sem þegar hafa uppfyllt skyldu sína við heiminn og mega þess vegna fara út í þenna heillandi og ögn varasama leik. Það kem- ur eigi heldur á óvart að þeir meistarar er telja sig færa að freista þessa líti með vorkunn á starfsemi annarra þýðenda. Því þeim finnst að hin fagra og frjálsa list sé þeirra einna, hina álíta þeir vera nánast túlka því þeir þjóna einnig tiltekinni þörf (þótt hún sé eitthvað æðri en túlkanna). Meisturun- um finnast hinir meðaumkunarverðir sem eyða mun meiri list og mæðu á lítils verða og vanþakkláta starfsemi, og því ráðleggja þeir hinum fúslega að styðjast í staðinn við endursögnina, eins og túlkum reyndar er títt í erf- iðum og umdeilanlegum tilfellum. Hvað svo? Eigum vér að aðhyllast þessa skoðun og fylgja þessari ráðleggingu. Að fornu stunduðu menn greinilega lítið þýðingar í eigin- legustum skilningi, og flestar nýjar þjóðir, uggandi um vandkvæði eigin- legrar þýðingar, virðast láta sér nægja endursköpunina og endursögnina. Hverjum dytti í hug að halda því fram að nokkurn tímann hafi virkilega verið þýtt á frönsku, úr fornmálunum eða úr germönsku málunum! En vér Þjóðverjar munum eigi fylgja þessum ráðum, fúsir þótt vér séum að hlusta á þau. Vér erum knúnir til að þýða í ríkum mæli af innri þörf, sem endurspeglar greinilega sérstaka köllun þjóðar vorrar, og eigi verður héðan af aftur snúið; áfram viljum vér. Rétt eins og jarðvegur vor hefir bætzt og orðið frjósamari vegna margvíslegra erlendra jurta sem hér hafa verið gróðursettar (og gjört loftslagið viðkunnanlegra og mildara), þá finnst oss einnig að tunga vor — af því að vér sakir norræns sljóleika hreyfum hana lítt af sjálfsdáðum — geti aðeins dafnað og náð fullum þroska í nánum og margföldum tengslum við hið framandi. Og það virðist fara saman, að á- fd3ay/iid — Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki. 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.