Jón á Bægisá - 01.12.2010, Qupperneq 29
Um hitiar mismunandi þýðingaraðferðir
meistari í þeirri erfiðu og allt að því ómögulegu list að sameina anda hvors
tveggja tungumálanna. En ljóst er að þetta yrði strangt til tekið eigi þýð-
ing, og markmiðið væri heldur ekki að njóta sem nákvæmast verkanna
sjálfra, heldur kæmist það æ nær endursköpuninni, og slíks listaverks eður
afreks gæti sá einn notið sem þegar þekkti höfundana af beinni reynslu
á frummálinu. Hið eiginlega markmið gæti aðeins verið að lýsa í smáu
venzlum milli orðatiltækja og orðalags mismunandi tungumála og bera
þau saman og að varpa í stórum dráttum sérstöku ljósi anda erlends meist-
ara á tungumálið, en hann yrði þá sjálfur tekinn alveg úr tengslum við
eigin tungu.
Ef þetta er þá annars vegar einungis tilgjörðarlegur og hofmannlegur
leikur og hins vegar háð blekkingu sem ógjörningur er að beita til fulls,
þá er ljóst að þessi tegund þýðingar verður ekki stunduð nema í fáeinum
tilraunum, er sýna alveg nógu skýrt að hún hentar ekki til almennrar notk-
unar. Þannig skýrist einnig að einungis miklir meistarar, þeir sem treysta
mega náðargáfum sínum, geta unnið samkvæmt þessari aðferð; og, ef rétt
á að vera, aðeins þeir sem þegar hafa uppfyllt skyldu sína við heiminn og
mega þess vegna fara út í þenna heillandi og ögn varasama leik. Það kem-
ur eigi heldur á óvart að þeir meistarar er telja sig færa að freista þessa líti
með vorkunn á starfsemi annarra þýðenda. Því þeim finnst að hin fagra og
frjálsa list sé þeirra einna, hina álíta þeir vera nánast túlka því þeir þjóna
einnig tiltekinni þörf (þótt hún sé eitthvað æðri en túlkanna). Meisturun-
um finnast hinir meðaumkunarverðir sem eyða mun meiri list og mæðu á
lítils verða og vanþakkláta starfsemi, og því ráðleggja þeir hinum fúslega
að styðjast í staðinn við endursögnina, eins og túlkum reyndar er títt í erf-
iðum og umdeilanlegum tilfellum.
Hvað svo? Eigum vér að aðhyllast þessa skoðun og fylgja þessari
ráðleggingu. Að fornu stunduðu menn greinilega lítið þýðingar í eigin-
legustum skilningi, og flestar nýjar þjóðir, uggandi um vandkvæði eigin-
legrar þýðingar, virðast láta sér nægja endursköpunina og endursögnina.
Hverjum dytti í hug að halda því fram að nokkurn tímann hafi virkilega
verið þýtt á frönsku, úr fornmálunum eða úr germönsku málunum! En
vér Þjóðverjar munum eigi fylgja þessum ráðum, fúsir þótt vér séum að
hlusta á þau. Vér erum knúnir til að þýða í ríkum mæli af innri þörf, sem
endurspeglar greinilega sérstaka köllun þjóðar vorrar, og eigi verður héðan
af aftur snúið; áfram viljum vér. Rétt eins og jarðvegur vor hefir bætzt
og orðið frjósamari vegna margvíslegra erlendra jurta sem hér hafa verið
gróðursettar (og gjört loftslagið viðkunnanlegra og mildara), þá finnst oss
einnig að tunga vor — af því að vér sakir norræns sljóleika hreyfum hana
lítt af sjálfsdáðum — geti aðeins dafnað og náð fullum þroska í nánum og
margföldum tengslum við hið framandi. Og það virðist fara saman, að
á- fd3ay/iid — Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki.
27