Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 30

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 30
Friedrích Schleiermacher — Martin Ringmar vegna virðingar sinnar fyrir hinu framandi og vegna miðlandi eðlis síns, sé þjóð vorri ætlað að sameina allar gersemar erlendra vísinda og lista í stóra sögulega heild sem verði varðveitt á þýzkri tungu í miðbiki Evrópu, þannig að hver og einn megi njóta (eins fullkomlega og hreint sem einungis fram- andi manni er kleift) með aðstoð tungu vorrar, alls hins fegursta sem í tímanna rás hefir framleiðzt. Þetta virðist vera, á heildina litið, hið sanna sögulega markmið þýðing- ar; og þannig er hún stunduð hjá oss um þessar mundir. Þessu markmiði getur einungis hin eina aðferð þjónað, sú sem fyrst var til umræðu. Eigi hefir verið reynt að leyna vandkvæðum þessarar aðferðar, en listin verður að læra að sigrast á þeim eftir því sem unnt verður. Drjúgur áfangi er að baki, en meira er framundan. Margar tilraunir og æfingar verða hér að fara á undan áður en fáein stórbrotin verk geta fæðzt, og margt sem upp- haflega er vafið dýrðarljóma mun seinna hörfa íyrir öðru verðugra. Hve vel einstakir listamenn hafa þegar annars vegar sigrazt á erfiðleikunum og hins vegar sniðgengið þá, má vera af margvíslegum dæmum ljóst. Og þó að á þessum akri starfi einnig þeir sem eru gæddir miðlungs hæfileikum, þá óttumst vér eigi að þeirra erfiði valdi verulegum spjöllum á tungu vorri. Því ljóst er að tungumál sem hefir veitt þýðingum svo mikið svigrúm, mun einnig búa yfir sérstöku málsviði, ætluðu þýðingum, þar sem margt leyfist er hvergi annars staðar mundi sjást. En hver og einn sem reynir í umboðs- leysi að koma slíkum nýjungum á framfæri má búast við litlu eður engu fylgi; og þegar vér viljum eftir ákveðinn tíma, en þó ekki of stuttan, loka bókum, þá getum vér treyst aðlögunarhætti tungunnar um að hafna því sem er eðli hennar framandi og sem þjónaði einungis stundarþörfum. Þó megum vér eigi horfa framhjá að margt fagurt og kjarngott sem hefir komið inn í málið, hefir þróazt eður verið bjargað úr gleymsku vegna þýðinga. Vér tölum of lítið og mösum hlutfallslega of mikið; og því er ekki að neita að ritmál vort hafi einnig um nokkurt skeið þróazt í þá átt, en að þýðingar hafi átt verulegan þátt í því að koma knappari stíl aftur til vegs og virðingar. Ef koma mun sú tíð að opinbert líf vort þróist annars vegar í átt að dýpra og málfarslega æðra samræðuformi og hins vegar veiti hæfileikum ræðumannsins meira rými, þá þurfum vér ef til vill eigi lengur á þýðingum að halda til frama tungunni. Megi sú tíð koma áður en vér höfum af reisn gengið allan þýðinganna mæðuhring! Martin Ringmar, háskólanum í Lundi, íslenskaði. 28 á jSayáiá- — Tímarit um rýðingar nr. 14 / 2010
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.