Jón á Bægisá - 01.12.2010, Síða 48

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Síða 48
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir jafna stöðu kvenna. Blake var því femínisti í nánast nútímalegum skiln- ingi þess orðs.1 Hugmyndir rómantíkurinnar um mannshugann eru ekki síst komnar frá enska heimspekingnum John Locke sem talaði um hið nýfædda barn sem tabula rasa og hugann sem spegil er endurspeglaði þær skynjanir og upplifanir sem hann yrði fyrir.2 Til Lockes má að einhverju leyti rekja áherslu rómantískra skálda á upplifunina og reynsluna af hinu háleita. William Blake gagnrýndi þó Locke ótæpilega, taldi manninn ekki einung- is vera náttúrlegt fyrirbæri, heldur lagði Blake einnig áherslu á möguleika mannsins til að öðlast reynslu af hinu yfirskilvitlega gegnum ímyndunar- aflið og taldi það sérstakan eiginleika mannshugans. Blake var þannig andsnúinn náttúrunni í vissum skilningi. Hann taldi hinn náttúrlega heim jafnvel ekki vera sköpun Guðs, hinn náttúrlegi heimur væri dauður í eðli sínu, hverfull, tímabundinn, og að sá maður sem teldi sig einungis vera hluta hins náttúrlega heims væri dæmdur til djúprar örvæntingar og einangrunar. Þannig eru lýsingar Blakes á helvíti, fyrst og fremst lýsingar á hugarangist þess manns er telur sig þess ekki umkominn að geta upplifað neitt æðra og háleitara en sjálf náttúran hefur upp á að bjóða.3 Blake sagðist sjá margfalt með auganu. Annars vegar sæi hann hinn dauflynda efnislega heim og hins vegar sæi hann með augum ímyndunaraflsins bæði engla og aðra heima, og hugnaðist honum beiting ímyndunaraflsins betur en köld skynsemishyggja og kreddubundin efnishyggja. Ekki er hægt að segja annað en að William Blake hafi litið á sjálfan sig sem spámann í anda spámanna Gamla testamentisins. I frönsku bylting- unni fann hann efnivið í spádóma sína sem blandast saman við spár Opin- berunarbókarinnar um upphaf hins nýja heims. Þessi spámannlega upp- hafning skáldsins er að sumu leyti einkennandi fyrir rómantíska tímabilið, og vert er að hafa í huga að þótt Blake tali oft sem spámaður geta orð hans haft sterkar félagslegar og stjórnmálalegar tilvísanir til hans eigin samtíma, enda hafði Blake sterkar skoðanir á samtíma sínum og þeim atburðum sem hann varð vitni að. Við sem skrifum um bókmenntir á íyrri hluta 21. aldar, á þeim dögum þegar heimurinn er afhelgaður, útskýrður til hlítar af raunvísindunum og krufinn niður í frumeiningar sínar, eigum erfitt með að skilja þá tilfinn- ingu fyrir hinu háleita, fagra og fullkomna, því sem er sublimis eða sublime sem Blake og samtímamenn hans upplifðu.4 Við upplifum ekki lengur 1 Sjá umræðu í Day. 2 Day, loc. 847-856. 3 Sjá bók Lauru Quinney. 4 Sjá m.a. umræðu í bókinni Tbe Sublime eftir Philip Shaw. 46 á .jSr/ysbá - Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.