Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 49
William Blake ogþýðingitt á Söngvum sakleysisins ogLjóðum lífsreynslunnar
svo auðveldlega það háleita sem virðist handan mannlegrar þekkingar og
reynslu. Ekki er hægt að skrifa um William Blake án þess að ítreka að
hann hafði mjög sterka tilfinningu fyrir hinu háleita og fann mjög sterkt
fyrir trúarlegum upplifunum sem vísa til hins upphafna og þess sem er
transcendental, þ.e. hafið yfir takmörk mannlegrar tilveru. Þó má e.t.v. með
vissum rökum segja, að flestir menn upplifi hið háleita helst í gegnum
tónlist, og komist þá í snertingu við hið háleita — sublimis, þá tilfinningu
sem liggur handan orða og skynsemi en virðist leiða til dýpri skilnings á
tilvist manns og heims. Sumir myndu jafnvel ganga svo langt að segja að
þessi tilfinning upphafningarinnar sé sjálfur kjarni fegurðarinnar, en út í
þá sálma verður ekki farið lengra hér.
Bragfræði
William Blake leitaði víða fanga í upphafi ferils síns og reyndi fyrir sér á
ýmsum bragarháttum, en kannski má segja að áhrifin hafi verið helst frá
Shakespeare, Edmund Spenser, John Milton og James Macpherson framan
af. Einnig myndskreytti hann ljóð á borð við The Grave eftir Robert Blair
og Night Thoughts eftir Edward Young. Hann gerði margar tilraunir með
bragarhætti, allt frá stirðbusalegri stakhendu yfir í átta atkvæða (octosyl-
labic) hætti og órímuð fríljóð. Eftirminnilegustu kvæði hans eru þó undir
einföldum lýrískum háttum með ýmsum tilbrigðum á rími.
Dæmi:
The Shepherd
How sweet is the Shepherd’s sweet lot!
From the morn to the evening he strays;
He shall follow liis sheep all the day,
And his tongue shall be filied with praise.
For he hears the lamb’s innocent call,
And he hears the ewe’s tender reply;
He is watchful while they are in peace,
For they know when their Shepherd is nigh.
Hrynjandin hér felst í stígandi tví- og þríliðum og rím er aðeins í annarri
og fjórðu línu erindis, en það er kannski hluti af galdri Blakes að vera með
flókna hrynjandi í tiltölulega einföldu kvæði að öðru leyti. En hvernig er
hægt að þýða ljóð Blakes á íslensku?
Gauti Kristmannsson hefur bent á að Jónas Hallgrímsson íslenskaði sonn-
á •ýSœyyOá' — Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki.
47