Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 53
William Blake ogþýðingin á Söngvum sakleysisins og Ljóðum lífsreynslunnar
Uppstigningardagur
A uppstigningardaginn voru börnin helgihrein,
sú hátíðaklædda fylking í regnbogalitum skein,
en kirkjuþjónanna hærur og sprotar, hvít sem snjór,
unz héldu þau í Pálskirkju, sem rynni Temsár sjór.
Hve fögur voru öll þessi Lundúnaborgar blóm!
Og bjarma frá þeim sló yfir kirkjunnar helgidóm.
Þá var sem heyrðist kliður frá ljómandi lambahjörð,
svo lyftu börnin höndum r auðmjúkri þakkargjörð.
Líkt og stórviðri dynji, þau hefja til himins söng,
sem hrynjandi tónar ómi um skýja musterisgöng.
En verndararnir sitja þeim hjálparvana hjá,
að hrekirðu ekki varðengil dyrum þínum frá.
Hér sýnir þýðandinn talsverða hugmyndaauðgi. Hann býr til orðið helgi-
hrein sem fellur vel inn í íslenskuna og í stað þess að nota nöfnin á litunum,
rauður, blár og grænn notar hann orðið regnbogalitir sem fellur betur inn
í íslenska formið. Að vísu breytast vötnin í Temsá úr vötnum í sjó, en að
sjálfsögðu er Temsá ísölt við ósa. Það stingur þó svolítið í augu að tala um
sjó í vatnsfalli í huga þeirra sem eru mjög nákvæmir. En það er jú til eitt-
hvað sem heitir skáldaleyfi eða „poetic licence“.
Það er athyglisvert að þarna er William Blake að lýsa guðsþjónustu,
en sjálfur mætti hann nánast aldrei til slíkra athafna, svo vitað sé, eftir að
hann var skírður í Westminster Abbey. Blake taldi réttast að ástunda trú
sína innan veggja heimilisins og biðja án þess að aðrir sæju til.
fá"- á fýSœyeBá-— Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki.
5i