Jón á Bægisá - 01.12.2010, Page 84

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Page 84
Magnús Fjalldal kvæði Einars Benediktssonar.1 Þetta er síður en svo oflof. Páll þýddi alls 30 kvæði Einars sem er langfyrirferðarmestur af þeim skáldum sem hann kaus að þýða. 18 þessara ljóða birtust í Odes andEchoes og 12 í More Echoes. Það fer því ekki á milli mála að Páll hlýtur að hafa haft miklar mætur á kveðskap Einars. í formála sínum að Fleygum víkur Páll stuttlega að þýddu ljóðunum og getur þess að sum þeirra hafi áður verið þýdd af öðrum, t. a. m. Einari Benediktssyni (hann nefnir þó ekki kvæði Grays sérstaklega). Lesendum kunni að finnast óþarft af honum að „auka á það upplag“, en reyndin sé sú „að í mörgum tilfellum [hafi hann orðið] fyrri til en hinir, þó ekki hafi nema sumt af því birzt fyr en nú“.2 Þessi skýring getur augljóslega ekki átt við um kvæði Grays, og því hlýtur Páll að hafa haft aðrar ástæður fyrir þýðingu sinni sem hann merkir með ártalinu 1940, 27 árum eftir að Hrannir komu út. Aður en lengra er haldið er þó rétt að huga að því hversu víst má telja að Páll hafi þekkt þýðingu Einars á kvæði Grays. í Odes andEchoes (1954) og More Echoes (1962) eru alls sjö kvæði sem birtust í Hrönnum? Því mætti ætla að Páll hefði kynnst þessari ljóðabók fremur seint, en svo er ekki. Páll merkir jafnan kvæði sín með ártali, og við nánari skoðun kemur í ljós að öll kvæðin sjö eru þýdd árið 1930. Páll hlýtur því að hafa þekkt Hramiir býsna vel löngu áður en hann birti þýðingu sína á kvæði Grays í Fleygum, og mér sýnist óhugsandi annað en að honum hafi verið vel kunnugt um þýðingu Einars á kvæðinu. I Fleygum er hins vegar aðdáun hans á Einari Benediktssyni sett til hliðar, og Páll setur fram mun róttækari túlkun á kvæðinu. Ekki verður sagt með neinni vissu hvað honum gekk til, en vera má að ólík lífsviðhorf og stjórnmálaskoðanir þeirra Einars og Páls hafi ráðið hér miklu um, og að Páll hafi ekki verið sáttur við túlkun Einars á hinum fátæku þorpsbúum í kvæði Grays. En látum nú þýðingarnar tvær tala sínu máli:4 1 Sjá Réttur- timarit um þjóÖfélagsmál, 3,1965, bls. 181-183. 2 Páll Bjarnason, Fleygar, Winnipeg: Páll Bjarnason, 1953, bls. 11. 3 I Odes and Echoes þýðir hann kvæðin „Sóley“, „Sæþoka“, „Svanur" og „Tempsá“ og í More Echoes „Spánarvin", „Gamalt lag“ og „Egill Skallagrímsson." 4 Rúmsins vegna verð ég að birta þýðingar þeirra Einars og Páls í nokkuð styttri útgáfú. Ég hef valið að halda þeim erindum þar sem þá greinir sýnilega á um túlkun kvæðisins, en sleppa því sem líkara er. Sjá Einar Benediktsson, Kvæðasafn, Reykjavík: Bragi, 1964, bls. 332-337 og Páll Bjarnason, Fleygar, bls. 218-223. PáU setur ártalið 1940 í lok þýðingar sinnar. 82 á■■ .ydayáá — Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.