Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 85
Tekist á um Thomas Gray
Einar Benediktsson „Kirkjureiturinn“ Páll Bjarnason „Grafreiturinn“
1) Nú kveður ómur klukkna liðinn dag, en kurr af hjörðum úti um sléttur dvín, °g plógmenn heim með höfugt göngulag sjást halda. Jörð er rökkursins - og mín. Að jörðu vefst nú kvöld við klukkna hreim Og kýrnar hægt til mjalta þoka sér. Af akri bóndinn lötrar lúinn heim Og lætur veröld eftir nótt og mér.
2) Nú fölnar allt, og ljósin líða á bug. í lofti er heilög þögn um dána sól, en aðeins suðar kvöldsvæft fiðrilds flug, og íjarlæg óp um stöðla og kvíaból. Öll slökkur hlíð sín endurbornu blys, Og bygðin sveipast lætur helgri kyrð. Að eyrum berast aðeins flugnaþys Og einstök kólfaslög úr stöðla firð.
4) Við álmsins rót, í ýviðarins hlé, er eins og þýfi leiða um garðsins reit. Sitt rúm þar skipar hver, svo sem hann hné, í hvíld um eilífð þorpsins gamla sveit. í skugga gildra meiða, mitt í dal, Um moldar-hauga raðir alt er hljótt, Þar hver og einn í knöppum sængur-sal Nú sofa feður þorpsins eilíf-rótt.
6) Þá kæta ei framar kveldsins arinlog, sem kærleiksvífið breytti í heilög vé, né smámælt kveðjuorð og armatog af ungum hóp, sem klifra vildi á hné. Þeir njóta ei framar yls frá aringlóð, Við eiginkonu stjórn og kærleikshót, Né barna, er leita í faðminn fegin-rjóð Og fala blíðukoss í þakkarbót.
7) - Hve marga sáðmörk sigðin þeirra sló, hve seiga mold þeir skáru í akurrein, hve bjó þeim glatt í hug við herfi og plóg, hve háa viði felldi oft mundin ein. Hve marga ekru orfið þeirra sló! Hve oft þeir ristu fram hinn þétta svörð! Hve glatt þeir keyrðu kerru sína og plóg Og kepnir feldu risaskóg að jörð!
8) Lát þótta ei hæða þeirra iðnu dáð né þöglu gleði og forlög engum kunn; því skyldi fátæk ævi aumkun smáð, þótt einföld, skammvinn hyrfi í dauðans brunn. Lát engan hæða þeirra þrifa-dáð Og þakklátt geð, við örlög stirð og fá. Lát sælkerana geyma hnjóð og háð, Við hvis um öreiganna framtök smá.
9) Allt feðrastolt og vegur auðs og valds, hvað veröld fagurt á, hver auðnugjöf, það fær þó aldrei frest hins mikla gjalds, öll frægð á veglok ein - í sinni gröf. Alt einkavald, öll ættartign og glys, Og alt, sem Nægð og Fegurð hlutu að gjöf, Á skapadægri sækja að sömu dys. Hver sigurganga endar loks í gröf.
á .j3ay/-já — Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki.
«3