Jón á Bægisá - 01.12.2010, Qupperneq 87

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Qupperneq 87
Tekist á um Tbomas Gray Við samanburð þessara tveggja þýðinga kemur glöggt í ljós að sjónarmið þýðendanna stangast víða á. Það fyrsta sem stingur í augu er ólíkt málfar og tónn þeirra Einars og Páls. Gray var þeirrar skoðunar að rnálfar líð- andi stundar ætti ekki heima í ljóðlist,1 og sést það viðhorf greinilega, ef frumtexti kvæðisins er skoðaður. Líkt og Gray leitast Einar við að nota fremur hátíðlegt bókmál, en það gerir Páll síður. Hann leitar lags þar sem hann getur til að nota venjulegt talmál og skapa hversdagslegt andrúmsloft. Þannig verður höfugt göngulag plógmannsins í fyrsta erindi Einars að lún- um bónda sem lötrar heim af akrinum í þýðingu Páls. Og ýmis fleiri dæmi má nefna. „Kvöldsvæft fiðrilds flug“ (2. e.) verður að venjulegu flugnaþysi; „þýfi leiða“ (4. e.) að moldar-hauga röðum; sáðmörk (7. e.) að ekru, og Cromwell sem er „saklaus lands um blóð“ (15. e.) að Cromwell sem er „laus við rán og morð“. Þannig virðist Páll vilja árétta að kvæði sem fjallar um alþýðu manna skuli einnig taka mið af málfari venjulegs fólks þar sem því verður við komið. Kvæði Grays fjallar eðlilega nokkuð um greftrunarvenjur; annars veg- ar eins og þær blasa við honum í kirkjugarði hinna snauðu þorpsbúa og hins vegar þær sem hann þekkir þegar um efnafólk er að ræða. Hér skerpir Páll þennan stéttamun sem nær út fyrir gröf og dauða miklu meira en Ein- ar í þýðingu sinni. Undir moldarhaugunum liggja þorpsfeðurnir í sínum þröngu gröfum (4. e.); einungis fábreytt merki prýða grafir þeirra (20. e.), og eftirmælin eru ljóðabrot rist með kuta af leirskáldum sem reyna að nota guðsorð til að leggja út af dauðanum við þá sem eftir lifa. Hinir ríku eiga sín háu og löngu grafhýsi og létu við útförina syngja dýra sálma sér til vegsemdar (10. e.). Minning þeirra á svo að lifa í dauðum líkönum og duftkerjum með virðulegum áletrunum sem eru, þegar öllu er á botninn hvolft, ekki annað en sagnakrot (11. e.). Hér leynir fyrirlitningartónn Páls sér ekki, og að auki gefur hann í skyn að svona vilji yfirstéttin („sælker- arnir“) — og ef til vill kirkjan líka („tízkan heimtar") — hafa sómasamlega greftrun. Um þessi atriði fer Einar aðrar leiðir. Víst eru grafirnar eins og þýfi í garðinum, en þorpsfeðurnir eiga þar hver sitt rúm; grafarmerkin eru að vísu smá, lág og brothætt, en eftirmælin skráð af „leikmannslist11 og guðs- orðið á krossmörkunum hið þarfasta, því að „góður maður“ má af því læra um dauðann. Greftrun hinna ríku er vissulega viðhafnarmeiri; þeim er sýnd öll hugsanleg vegsemd við útförina (10. e.), og þeir eiga sínar höggnu styttur (11. e.), en þannig er heimurinn, og Einar gefur hvergi í skyn að það hneyksli hann neitt. 1 Sjá A. L. Lytton Sells, Thomas Gray: His Life and Works, London: Allen & Unwin, 1980, bls. 257. á LdSa’ý’/há — Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki. 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.