Jón á Bægisá - 01.12.2010, Qupperneq 89
Tekist á um Thomas Gray
rétt á sér samkvæmt þýðingu Páls. Öll skilyrði fyrir þjóðfélagsbyltingu eru
þannig til staðar, en fátæktin bælir heiftina líkt og alla sköpun, og því sætta
þorpsbúarnir sig við orðinn hlut.
Þótt ótrúlegt megi virðast endurspegla þessar tvær þýðingar á kvæði
Grays, hvor á sinn hátt, ákveðna þætti í sögu 20. aldarinnar á Islandi. Arið
1913 gat Einar Benediktsson þýtt kvæði um fátækt fólk á Englandi sem lifað
hafði endur fyrir löngu án þess að í þýðingunni væri vottur af þjóðfélags-
gagnrýni af nokkru tagi, eimur af róttækum stjórnmálaskoðunum eða
yfirleitt eitt eða neitt sem vísaði til vandamála líðandi stundar. Árið 1940,
þegar Páll þýddi kvæðið, hafði rússneska byltingin fyrir löngu gjörbreytt
viðhorfum sósíalista til fátæktar, og nú varð hún ekki lengur skilin með
samúð og góðvild, líkt og Einar gerir í þýðingu sinni, heldur í bláköldu
samhengi stéttabaráttunnar og marxismans. Páll er því fullkomlega sam-
kvæmur sjálfum sér þegar hann dregur kvæði Grays inn í þetta sögulega
umhverfi og hafnar um leið ópólitískum skilningi Einars á því. Þess finnast
varla önnur dæmi í íslenskum bókmenntum að verk erlends höfundar hafi
verið dregið inn í átök af þessu tagi, en þetta mátti Thomas Gray þola.
Úr kvæði Thomasar Gray:
„Elegy Written in a Country Churhyard“
1) The curfew tolls the knell of pardng day,
Tlie lowing herd wind slowly o’er the lea.
The plowman homeward plods his weary way,
And leaves the woiid to darkness and to me.
2) Now fades the glimmering landscape on the sight,
And all the air a solemn stillness holds,
Save where the beetle wheels his droning flight,
And drowsy tinklings lull the distant folds; (tinklings = kindur með
bjöllur um háls)
4) Beneath those rugged elms, that yew tree’s shade,
Where heaves the turf in many a mold’ring heap,
Each in his narrow cell forever laid,
The rude Forefathers of the hantlet sleep. (rude merkir hér ómenntaður)
6) For them no rnore the blazing hearth shall burn,
Or busy housewife ply her evening care;
No children run to lisp their sire’s return,
Or climb his knees the envied kiss to share.
(curfew = bjalla sem hringt er
að kvöldi)
á- fSaydiá- — Ég kann að i>ýða; það kunnið þið ekki.
87