Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 127

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 127
Gauti Kristmannsson - Háskóla Islands Fræðimaður þýðinga Hans J. Vermeer 1930-2010 Það var viðeigandi að Hans J. Vermeer, einhver kunnasti þýðingafræðingur síðustu aldar, skyldi koma til Islands á ráðstefnu um hnattvæðingu. Löngu áður en orðið varð til og komið í tísku hafði hann hugsað í hnattrænum stærðum um tungumál og menningu. Það er kannski ekki skrýtið, fræða- sviðið snerist um þýðingar, og tungumálin sem hann kunni náðu allt frá Portúgal til Indlands og gilti þá einu hvort var farið í austur eða vestur. Ungur maður lærði hann til túlks og þýðanda við háskólann í Heidel- berg og fór síðan til framhaldsnáms í Portúgal þar sem hugmyndin var að læra að kenna portúgölsku. Hann hreifst hins vegar einnig af málvísind- um og skrifaði doktorsritgerð sína um tjáningu lita í indó-evrópskum mál- um og vandamál sem snerta þýðingu slíkra hugtaka. Síðari doktorsritgerð hans snerist svo um tungumál í miðhluta Suður-Asíu og má segja að hann hafi haft yfirsýn yfir velflest tungumál heims í einhverjum skilningi. Merkasta framlag hans til vísinda og þekkingar var hins vegar á sviði þýðingafræða þar sem saman kom öll þessi víðtæka þekking á tungu- málum og mismunandi byggingu þeirra. Honum tókst einmitt að horfa framhjá byggingunni einni saman og skilja hvernig menningin er samþætt einstökum hlutum hennar, og ásamt stöllu sinni Katharinu Reiss skrif- aði hann síðan hið merka verk Grundlegung einer allgemeinen Translations- theorie (Grundvöllur almennrar þýðingakenningar) sem kom út árið 1984. Þar settu þau fram þær kenningar að skoða bæri frumtexta til þýðingar sem upplýsingatilboð (sumir vilja segja framboð) og vinna ætti þýðinguna eða túlkunina með hliðsjón af hlutverki hennar í markmáli og mark- menningu. Með þessu er þröngt túlkuðum jafngildiskenningum hafnað þótt þau líti svo á að hægt sé að miða við þær, mestu skiptir að þýðingin/ túlkunin henti viðkomandi aðstæðum, sé viðeigandi (þ. adáquat). d JBay/'Sá - Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki. 125
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.