Jón á Bægisá - 01.12.2010, Page 127
Gauti Kristmannsson
- Háskóla Islands
Fræðimaður þýðinga
Hans J. Vermeer 1930-2010
Það var viðeigandi að Hans J. Vermeer, einhver kunnasti þýðingafræðingur
síðustu aldar, skyldi koma til Islands á ráðstefnu um hnattvæðingu. Löngu
áður en orðið varð til og komið í tísku hafði hann hugsað í hnattrænum
stærðum um tungumál og menningu. Það er kannski ekki skrýtið, fræða-
sviðið snerist um þýðingar, og tungumálin sem hann kunni náðu allt frá
Portúgal til Indlands og gilti þá einu hvort var farið í austur eða vestur.
Ungur maður lærði hann til túlks og þýðanda við háskólann í Heidel-
berg og fór síðan til framhaldsnáms í Portúgal þar sem hugmyndin var að
læra að kenna portúgölsku. Hann hreifst hins vegar einnig af málvísind-
um og skrifaði doktorsritgerð sína um tjáningu lita í indó-evrópskum mál-
um og vandamál sem snerta þýðingu slíkra hugtaka. Síðari doktorsritgerð
hans snerist svo um tungumál í miðhluta Suður-Asíu og má segja að hann
hafi haft yfirsýn yfir velflest tungumál heims í einhverjum skilningi.
Merkasta framlag hans til vísinda og þekkingar var hins vegar á sviði
þýðingafræða þar sem saman kom öll þessi víðtæka þekking á tungu-
málum og mismunandi byggingu þeirra. Honum tókst einmitt að horfa
framhjá byggingunni einni saman og skilja hvernig menningin er samþætt
einstökum hlutum hennar, og ásamt stöllu sinni Katharinu Reiss skrif-
aði hann síðan hið merka verk Grundlegung einer allgemeinen Translations-
theorie (Grundvöllur almennrar þýðingakenningar) sem kom út árið 1984.
Þar settu þau fram þær kenningar að skoða bæri frumtexta til þýðingar
sem upplýsingatilboð (sumir vilja segja framboð) og vinna ætti þýðinguna
eða túlkunina með hliðsjón af hlutverki hennar í markmáli og mark-
menningu. Með þessu er þröngt túlkuðum jafngildiskenningum hafnað
þótt þau líti svo á að hægt sé að miða við þær, mestu skiptir að þýðingin/
túlkunin henti viðkomandi aðstæðum, sé viðeigandi (þ. adáquat).
d JBay/'Sá - Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki.
125