Jón á Bægisá - 01.12.2010, Síða 130
Höfundar og þýðendur
AnnaSigríðurSigurðardóttir (f. 1978, Inngangur að málfrieði spxmkrar tungu, bls. 30) lauk
BA-gráðu í spænsku með heimspeki sem aukagrein 2004. Kennsluréttindi frá HA 2006.
Starfar sem spænskukennari og leggur stund á nám í hagnýtum þýðingum við Háskóla
íslands.
Anna Sigurbjörg Sigurðardóttir (f. 1952, Sendibréf um þýSingar (1530), bls. 90) lauk stúd-
entsprófi frá Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð 1983 og Dipl. Psych.-gráðu frá
Albert-Ludwig Universitát í Freiburg, Þýskalandi 1995 og fékk löggildingu sem sálfræðingur
sama ár. Hún stundar nú nám í þýðingafræði við Háskóla íslands.
AslaugAnna Þorvaldsdóttir (f. 1973, Úr Stylistique comparée du franfais et de l’anglais, bls.
59) lauk BA-prófi í ffönsku frá Háskóla Islands árið 1998 og MA-prófi í þýðingarfræði árið
2010. Hún starfar hjá Arnason Faktor við einkaleyfaþýðingar og skráningar hugverkarétt-
inda.
Brutus, Dcnnis (1924-2009, Atta Ijóðfrá Suður-Afríku, bls. 115) fæddist í Zimbabwe en ólst
upp í Suður-Afríku. Hann kenndi ensku og afrikaans við menntakóla um 14 ára skeið, þartil
hann var rekinn úr starfi árið 1962 fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda.
Meðan hann stundaði nám við Witwatersrand-háskóla í Jóhannesarborg hóf hann virka
baráttu gegn kynþáttamisrétti í íþróttalífi Suður-Afríku. Hann var handtekinn, bannferður,
varð fyrir skoti þegar hann reyndi að flýja land og dæmdur í 18 mánaða þrælkunarvinnu.
Þegar hann losnaði úr haldi voru verk hans bönnuð, og hann fór til Lundúna árið 1966 og
síðar til Bandaríkjanna þarsem hann kenndi við háskólann í Pittsburgh. Brutus er eitt af
þekktustu og virtustu Ijóðskáldunt Suður-Afríku.
Darbelnet, Jean (1904-1990), Úr Stylistique comparée du frranfais et de l’anglais, bls. 59)
er meðal kunnari þýðingafræðinga franskra. Hann kenndi við háskóla í Bretlandi, m.a. í
Edinborg, Wales og Manchester áður en hann fór til Harvard og síðar til McGill-háskóla
í Kanada.
128
á JSaydóá - Ti'marit um þýðingar nr. 14 / 2010