Skírnir - 01.04.2013, Page 12
10
RAINER MARIA RILKE
SKÍRNIR
Sviss, aðallega í Muzot-höll í Valaisfylki sem auðugur vinur hans,
Werner Reinhart, keypti handa honum, og þar gat hann loks vet-
urinn 1922 lokið við verkin sem hann átti ófullgerð frá því tíu árum
áður við Adríahaf, en það voru Dúínó-tregaljóðin og Sonnettur til
Orfeifs, áður en hann lést og var grafinn í Rónardal undir yfirskrift
sem hann sjálfur hafði ort:
Rós, ó hreina mótsögn,
unun,
að vera einskis svefn
undir svo mörgum
augnalokum.
Kvæðið sem hér birtist í íslenskri þýðingu, Blindinginn (Die Blinde),
orti hann á Parísarárum sínum um og eftir aldamótin 1900, sem var
mjög frjótt skeið, og gaf hann þá út þrjár af sínum þekktustu
ljóðabókum með stuttu millibili: Tíðasöngbókina (Stundenbuch)
1904, Myndabókina (Buch der Bilder) 1906 og Ný kvæði (Neue
Gedichte) 1907-1908. Einkennandi fyrir þessar bækur eru hin svo-
nefndu Dinggedichte sem beinast að ákveðnum hlutum þar sem
skáldið lætur sér ekki nægja að horfa á yfirborð þeirra heldur kafar
inn í þá, samsamast þeim og leitast við að ljá þeim mál. Þessi innlifun
er ekki bundin við hluti í þrengri merkingu heldur nær til dýra,
listaverka og lifandi fólks. Frægust þeirra eru lýsingin á hlébarð-
anum sem hringsólar stöðugt í rimlabúri sínu í Jurtagarðinum í París
og tekur við skynjunum að utan:
En fyrir kom að frá þess lukta auga
dróst fortjald hljóðlaust, inn um glyrnur smó
þá mynd sem barst á brautum spenntra tauga
beint til hjartans, máðist út og dó.
Og í öðru kvæði er það búkmynd Apollons í Louvresafninu sem á
brýnt erindi við áhorfandann. Ljóðið um blindu stúlkuna sver sig í
ætt við þessi kvæði, þó að þar eigi manneskja í hlut, en skáldið mælir
fyrir hennar munn og lýsir hugarástandi hennar, er hið sýnilega
hverfur henni en hún öðlast í staðinn nýja og næmari heyrn.
Kristjdn Árnason þýddi og ritaði eftirmála.