Skírnir - 01.04.2013, Page 30
28
VILHJÁLMUR ÁRNASON
SKÍRNIR
um stjórnarskrármálefni og gaf einhverjar vísbendingar um hug
þjóðarinnar í þeim efnum.
Aðferðafræði fundarins um stjórnarskrármál setti þátttakendum
þó sömu skorður og áður. Megináhersla var lögð á að fá fram fjölda
hugmynda og enginn tími gafst til að ígrunda eða takast á um þær í
rökræðu. I skýrslu Stjórnarskrárnefndar segir um vinnuna á
þjóðfundinum:
I fyrstu var fjallað um þau gildi sem fundarmenn vilja hafa að grundvelli
nýrri stjórnarskrá og var þeim skipt í átta meginflokka. Efni stjórnarskrár-
innar var síðan rætt út frá þeim. Þátttakendur greiddu atkvæði annars vegar
þeim þáttum sem þeim fannst mestu skipta, og hins vegar þeim sem þeim
þótti fela í sér nýjungar. Á hverju borði var svo samin setning eða máls-
grein um það sem mestu hafði skipt í umræðunni. Loks gafst þátttakendum
tækifæri til að koma persónulegum ábendingum á framfæri við stjórn-
lagaþing, Alþingi, fjölmiðla og aðra. (Þjóð tilþings 2011: 21)
Gildin voru sett fram af þátttakendum á borðunum, en stjórnlaga-
nefnd skipti þeim síðan í eftirfarandi átta málaflokka: siðgæði; land
og þjóð12; mannréttindi; náttúra Islands, vernd og nýting; vald-
dreifing, ábyrgð og gagnsæi; réttlæti, velferð og jöfnuður; lýðræði;
friður og alþjóðasamvinna. Þessi flokkun stuðlaði að því að
umræðan yrði sérhæfðari á hverju borði.
Niðurstöðurnar eru margvíslegar og tenging þeirra við stjórn-
skipan landsins er mismikil. Sú áhersla sem hvíldi á að safna fjölda
12 Emma Björg Eyjólfsdóttir, sem var umræðustjóri á fundinum, segir svo frá:
„Einum flokknum var ætlað að taka við því efni sem ekki ætti heima í öðrum
flokkum. Titill þessa flokks var „Land og þjóð“ og var titillinn ákveðinn áður en
til fundarins kom, þegar á æfingum fyrir borðstjóra var tilkynnt að einn flokk-
urinn yrði búinn til með þessari yfirskrift. Benda mætti á að yfirskrift þemans er
að einhverju leyti skoðanamyndandi þar sem „land og þjóð“ vekur ákveðin hug-
renningatengsl og því getur verið að yfirskrift flokksins ein og sér hafi nægt til
þess að stýra umræðunum í þessu þema að einhverju leyti. Við þetta mætti svo
bæta að skreytingar í salnum og merki Þjóðfundar var allt í íslensku fánalitunum.
I hléi kom svo inn lúðrasveitin „Lýðveldislúðrarnir“ sem lék ættjarðarlög á borð
við „Oxar við ána“. Að þessu loknu var svo haldið inn í þemavinnuna. Erfitt er
að segja til um það hvaða áhrif slík skilaboð hafa á þátttakendurna en ljóst er að
hluti þemavinnunar fór í að ræða mikilvægi þess að viðhalda íslenskri tungu og
menningu og ógnina af fjölmenningu" (Emma Björg Eyjólfsdóttir 2012).