Skírnir - 01.04.2013, Page 90
88
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR
SKÍRNIR
í auknum mæli notuð til þess að varpa ljósi á stærri heildir og þróun.
Þá þegar nutu sameiginlegar ævisögur (e. collective biography) tals-
verðra vinsælda og gera enn því innan þess hugtaks rúmast marg-
víslegar leiðir þar sem hægt er að skoða hópa á borð við verkafólk,
konur eða bændur. Einnig pör, svo sem hjón á borð við Þóru Vig-
fúsdóttur og Kristin E. Andrésson. Og loks samanburðarævisaga
(e. parallel biography eða comparative biography), þar sem borin
eru saman hliðstæð líf, og svo mætti áfram telja (Caine 2010: t.d.
17-26, 40-65).
Ekki er lengur lögð áhersla á að skrifa líf frá vöggu til grafar
heldur getur ævisaga náð yfir tiltekið tímabil í lífi manneskju eða
störf á ákveðnu sviði. Og ævi einstaklings þarf heldur ekki að draga
upp sem samhangandi ferli eða samfellu þar sem eitt leiðir röklega
af öðru. Sífellt meiri áhersla er nú á að lífið sé röð ófyrirséðra at-
burða og að einstaklingar geti átt sér margar og mismunandi sjálfs-
myndir eftir því hvar þeir eru staddir á lífsferlinum (Caine 2010: 22;
Margadant 2000). Þetta er eitt einkenni hinnar póstmódernísku
nálgunar og jafnframt einkenni þeirrar sveiflu sem verið hefur í ævi-
sögulegum rannsóknum og oft nefnd „nýja ævisagan“ (e. new biog-
raphy). Hugmyndin um nýju ævisöguna er reyndar ekki ný af
nálinni og ein af þeim fyrstu til að nota hugtakið var skáldkonan
Virginia Woolf í ritgerð árið 1927, en hún vildi brjóta upp form
hinnar hefðbundnu ævisögu sem þá var, snúa baki við hetjusögum
og greina viðfangsefnið á gagnrýninn hátt (Caine 2010: 40; Woolf
1967). Woolf hafði einmitt áhuga á lífi hinna óþekktu og jaðarsettu
sem einkum voru konur. Enda skrifaði hún stanslaust um konur,
segir Hermoine Lee, einn ævisöguhöfunda hennar, líkt og hún vildi
fylla í götin (Lee 1997: 13). Og fræðimenn leggja nú sífellt meiri
áherslu á nýjar leiðir í ritun ævisagna og sagnfræði og líkt og fram
kemur í grein Rósu Magnúsdóttur fjalla „ævisögur“ nútímans ekki
endilega um líf fólks heldur landssvæða eða stjórnkerfa. Ævisögur
hluta eiga vaxandi vinsældum að fagna og hlutir jafnvel notaðir til
þess að lesa í og túlka hluta úr ævi eða æviferla sem litlar eða engar
ritheimildir eru til um (Kristján Mímisson 2011).
Þegar litið er til femínískrar ævisagnaritunar hafa áherslur breyst
frá því sem var fyrir fjörutíu árum. I stað þess að skrifað sé um skör-