Skírnir - 01.04.2013, Page 93
SKÍRNIR
TÁKNMYND EÐA EINSTAKLINGUR?
91
cliché eða xylografi eptir? Eg hefi hugsað mér að láta fyrst koma myndir af
forstöðukonum kvennaskólanna, sem eðlilegast væri fyrir blaðið og kvenn-
fólkið. (HHús: Bríet Bjarnhéðinsdóttir 1. mars 1895)
Valgerður skólastýra var sprelllifandi þegar Bríet birti helstu ævi-
atriði hennar í Kvennablaðiðinu 23. ágúst 1895 og má gera því skóna
að Bríet hafi með þessu viljað halda á lofti nöfnum þeirra kvenna sem
tóku um þessar mundir þátt í uppbyggingu lands og þjóðar, ekki
síst ef það snerti framfarir og málefni kvenfólksins. Þegar konur
fóru í vaxandi mæli að hasla sér völl sem rithöfundar voru margar
þeirra með hugann við formæður og aðrar „gleymdar“ konur for-
tíðarinnar. Guðbjörg Jónsdóttir frá Broddanesi skrifaði minninga-
bækur um miðbik 20. aldar og í bókinni Gamlar glxður, sem kom
út árið 1943, stjakaði hún nokkuð hressilega við ríkjandi viðhorfum
um verðugleika því hún fjallaði talsvert um formæður sínar og
frændkonur í bókinni og spurði hver vissi „nema þessar gömlu
gleymdu konur hafi átt sjer sögu alt að einu merkilega og skemti-
lega og sumir karlmenn, sem mikið er þó skrifað um, mest vegna
þess að þeir voru ríkir?“ (Guðbjörg Jónsdóttir 1943: 34). Um þetta
leyti höfðu komið út ævisögur nokkurra karla sem þóttu merki-
legir enda slík útgáfa mikilvæg fyrir uppbyggingu þjóðríkis og
lýðveldisins sem var í burðarliðnum. Fimm binda verk Páls Egg-
erts Ólasonar um Jón Sigurðsson sem kom út á árunum 1929-1933
er vel þekkt og Jón Helgason skrifaði um afa sinn Tómas Sæ-
mundssoníbók sem kom út árið 1941. Lúðvík Kristjánsson var af-
kastamikill höfundur bóka og æviþátta (þar sem konur komu
nokkuð við sögu). Nefna má ævisögu hans um Þorlák Ó. Johnson13
13 Hér vil ég vekja sérstaka athygli á því að Lúðvík þakkar konu sinni fyrir aðstoð
í mörgum verka sinna. í síðara bindi ævisögunnar um Þorlák Ó. Johnson segir í
eftirmála: „Síðast en ekki sízt þakka ég konu minni, Helgu Proppé, en án hennar
aðstoðar hefði mér reynzt ókleift að ljúka þessu verki á jafnskömmum tíma og
raun hefur á orðið. Hún afritaði öll bréf Þorláks, sem varðveitt eru á söfnum, og
fjölmargt annað, jafnframt sem hún kannaði mörg stór bréfasöfn og annaðist
samanburðarlestur við fyrstu próförk" (Lúðvík Kristjánsson 1963: 337). í rit-
gerðasafni sem gefið var út til heiðurs Lúðvík sjötugum árið 1981 segir Einar
Laxness í formála: „Helga Proppé hefur stutt mann sinn með ráðum og dáð, og
hefur þar ekki sízt munað um liðsinni hennar við það mikla ritverk, sem hann
vinnur nú að“ (Einar Laxness 1981: xiv). Verkið sem Einar vísar til er auðvitað