Skírnir - 01.04.2013, Page 105
SKÍRNIR
TÁKNMYND EÐA EINSTAKLINGUR?
103
sem ekki var „til““ (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir 2011: 23). Með
öðrum orðum, hið nafnlausa móðurhlutverk var hlutskipti kvenna.
Þetta má til að mynda sjá í styttum og minnismerkjum tengdum
konum, sem oft hefur verið bent á í þessu samhengi. Þar hafa konur
til skamms tíma verið tákngerðar sem ímynd einhverra tiltekinna
starfa eða eiginleika: Móðurást, þvottakonur. Sjálfsagt þarf ekki að
minna lesendur á að fyrsta myndastyttan af nafngreindri konu sem
sett var upp utandyra í Reykjavík var einmitt af Björgu C. Þorláks-
son, verðugri konu, árið 2001.1 bók sinni Fortíðardraumum ræðir
Sigurður Gylfi Magnússon þetta stuttlega í samhengi við ævisagna-
ritun þar sem hann bendir á að líkja megi mörgum ævisögum (karla)
við minnismerki auk þess sem karlar fái af sér persónulegar nafn-
greindar styttur eða minnismerki en minnismerki kvenna vísi til
hins eilífa kvenlega — og almenna (Sigurður Gylfi Magnússon
2004a: 98-99). Enn ein birtingarmynd þessara hugmynda er auð-
vitað tilhneiging til þess að finna barnlausum konum móðurhlut-
verk, eins og Rósa Magnúsdóttir kemur einmitt inn á í tengslum við
Þóru Vigfúsdóttur.
Tilgáta mín er því sú að þegar kemur að því að skrifa ævisögur
um konur fortíðarinnar séum við enn of bundin af hugmyndum um
verðugleika og að réttlæting á því að skrifa ævi konu sem ekki hefur
skarað fram úr eða lifað óvenjulegu lífi, felist í því að líf hennar hafi
víðari skírskotun en til hennar eigin lífs: Hún verður að vera tákn-
mynd bændakvenna, vinnukvenna, sjómannskvenna, kvennaskóla-
stúlkna eða kvenna almennt. Mig langar aftur á móti að tefla Sigríði
Pálsdóttur fram sem einstaklingi, gefa henni rödd og vægi umfram
þann sögulega tíma og það kvennasögulega samhengi sem hún lifði,
þ.e. að það sé hún og hennar líf sem skiptir máli.
Týnd í (stór)sögunni
Hvert er eiginlega vandamálið gæti einhver spurt. Það getur varla
verið flókið að skrifa um ævi einnar konu út frá ríkulegum heim-
ildum, sendibréfum hennar sjálfrar, sem eru í sjálfum sér nægileg
réttlæting þess að rannsaka og skrifa um líf Sigríðar. En þetta snýst
auðvitað um í hvaða búning við klæðum heimildir okkar, hvaða