Skírnir - 01.04.2013, Page 119
SKÍRNIR ÞÓRA, KRISTINN OG KOMMIJNISMINN \\7
Þessari grein er ætlað að vera framlag til þessarar umræðu um
aðferð og nálgun í ævisöguritun sagnfræðinga og er byggð á hug-
leiðingum um ævisögu hjónanna Þóru Vigfúsdóttur og Kristins E.
Andréssonar sem höfundur er með í smíðum. Hér verður sjónum
beint að spurningum um val á viðfangsefni, sjónarhorni og tímabili
í ævisöguritun og ekki verður heldur vikist undan því að skoða
tengsl höfundar við viðfangsefnið. Markmið greinarinnar er að sýna
fram á að ásamt aðgengilegum heimildum hafi val á aðferð og
nálgun áhrif á það hvað ævi einstaklingsins geti sagt okkur um liðna
tíð og þessir þættir setji þar með afgerandi mark sitt á sagnfræðilegt
gildi ævisögunnar.
Þóra, Kristinn og heimildirnar
Þeir sem þekkja til Þóru og Kristins og allir sem áhuga hafa á ís-
lenskum kommúnistum eða sósíalisma á 20. öld þurfa sennilega ekki
að láta sannfærast um gildi þess að segja sögu þeirra hjóna. Þóra
Vigfúsdóttir var eiginkona, fósturmóðir, kvennabaráttukona,
kommúnisti, náttúruunnandi og þjóðernissinni. Hún var virk í
Menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna og Kvenfélagi
sósíalista og hún ferðaðist ásamt eiginmanni sínum til framandi
landa og átti náin samskipti við bæði innlenda og erlenda mennta-
menn. Þóra var ritstýra kvennasíðu Þjóðviljans og ritstjóri og út-
gefandi Melkorku — Tímarits kvenna í félagi við aðrar konur. Fleiri
þekkja eiginmanninn, Kristin E. Andrésson, hann var m.a. einn af
forsvarsmönnum Rauðra penna, stofnandi og um áratugi fram-
kvæmdastjóri bókmenntafélagsins Máls og menningar og ritstjóri
Tímarits Máls og menningar. Hann var í forsvari fyrir Sovétvina-
félagið og síðar Félagið MIR, Menningartengsl Islands og Ráð-
stjórnarríkjanna og sat einnig á Alþingi fyrir Sósíalistaflokkinn og
ritstýrði Þjóðviljanum á árunum 1946-1947.
Hjónin Þóra og Kristinn deildu ekki bara borði og sæng, heldur
líka skoðunum og vinahópi. Þau aðhylltust sósíalisma og segja má
rithöfunda til að svara spurningunni „Hvað er ævisaga?" árið 2011. Að lokum má
geta þess að í fyrra tölublaði Sögu árið 2012 eru fimm af tíu ritdómum um ævisögur.