Skírnir - 01.04.2013, Page 121
SKÍRNIR ÞÓRA, KRISTINN OG KOMMÚNISMINN 119
að í anda þeirrar þróunar sem orðið hefur á ævisöguskrifum, þá
bjóði ævisöguformið einmitt þá leið að samtvinnuð saga tveggja ein-
staklinga geti varpað ljósi á hugarheim sósíalista almennt. Svo víða
komu þau hjón við á innlendum og erlendum vettvangi dægur-,
menningar- og stjórnmála að auðveldlega er hægt að tengja skrif
þeirra og gjörðir við hið stóra sögulega samhengi. Enn fremur mun
ég færa rök fyrir því að hjónasagan (sem ég mun skilgreina nánar
síðar) og sú ákvörðun að skoða kvennabaráttu, menningaráhuga og
stjórnmálaþátttöku íslenskra sósíalista með þau hjónin í miðpunkti
henti rannsóknarspurningum mínum betur en „hefðbundin" ævi-
saga einstaklings þar sem svo sannarlega áhugaverðu lífshlaupi Þóru
eða Kristins yrði gerð skil í tímaröð, frá vöggu til grafar.
Þótt hin upphaflega kynning á þeim hjónum gefi til kynna
áhugaverða einstaklinga sem komu víða við verður að taka til greina
að ekki væri hægt að setja þau í miðpunkt þessarar sögu án heimilda
og í því efni hafa dagbækur Þóru Vigfúsdóttur stóru hlutverki að
gegna. Dagbækurnar hafa þó nokkrir fræðimenn og ævisagnaritarar
þegar nýtt sér í skrifum sínum3 en nú í fyrsta skipti verða þær
notaðar til að gefa Þóru sjálfri rödd og um leið áhrif í þessu samfélagi
vinstri elítunnar á Islandi, þótt sumir finni kannski að því að eigin-
manni hennar og sálufélaga verði gert jafn hátt undir höfði. Fjöl-
margir hafa orðið til að gagnrýna það hversu karllæg ævisagnaritun
hefur verið í vali á viðfangsefnum konu (t.d. Erla Hulda Halldórs-
dóttir 2011:28) og ég er því mjög meðvituð um það val mitt að segja
þessa sögu út frá (meðal annars) mjög persónulegum heimildum
konu. Eg mun þannig beina sjónum sérstaklega að hlutverki eigin-
konunnar og hvernig varast beri að gera Þóru að aukaleikara í sögu
sem hún skrásetti sjálf. Persónulegt eðli dagbókanna gefur Þóru
mjög sterka rödd og því er nauðsynlegt að taka tillit til umræðna
3 Margir ævisagnahöfundar síðustu ára hafa notað dagbækur Þóru til að krydda frá-
sagnir af daglegu lífi eða varpa ljósi á ýmis atriði í sálarlífi annarra einstaklinga,
Halldór Guðmundsson (2004,2006) vísar í Þóru í skrifum sínum um Halldór Lax-
ness og Þórberg Þórðarson, Jón Karl Helgason (2009) nýtti dagbækurnar í Mynd
af Ragnari í Smára, og síðara bindi ævisögu Péturs Gunnarssonar (2009) um Þór-
berg Þórðarsonar styðst á köflum svo mjög við dagbækur Þóru að maður gleymir
því stundum að bókin er um ofvitann Þórberg en ekki lífskúnstnerinn Þóru. Sjá
t.d. Gunnþórunni Guðmundsdóttur 2010: 235.