Skírnir - 01.04.2013, Page 135
SKÍRNIR ÞÓRA, KRISTINN OG KOMMUNISMINN 133
saman.13 Einn ritdómari bókarinnar tók fram að með því að sýna
gagnkynhneigð sambönd í þessu ljósi mætti sjá glöggt hvernig sam-
böndin hefðu nýst konum og opnað þeim aðgang að félagslegum
tengslanetum, en jafnframt kæmi oft í ljós að hjónabandið veitti
konum ekki aðeins nýja möguleika heldur takmarkaði einnig mögu-
leika þeirra til þátttöku í samfélaginu (Etzemíiller 2012).
Með tilliti til þessarar umræðu um opinbert líf og einkalíf má
líka benda á nýlega danska bók eftir Mikael Busch, Knud og Vera.
Et Stasi-Drama, sem er sérstaklega áhugaverð og fjallar um ljóð-
skáldið og danska ríkisborgarann Knud Wollenberger sem var upp-
ljóstrari fyrir þýsku leynilögregluna og njósnaði alla tíð um
eiginkonu sína, Veru Lengsfeld, og spillti fyrir starfi hennar í and-
spyrnuhreyfingunni í Austur-Berlín. Samband Knuds og Veru virt-
ist bæði ástríkt og nútímalegt, hún var virk utan heimilisins og hann
sá um heimilisstörfin og barnauppeldið. Vera lýsti Knud sem sérlega
góðum föður og kærleiksríkum eiginmanni en hann sagði leynilög-
reglunni frá ferðum eiginkonunnar og áformum andspyrnuhreyf-
ingarinnar. Við lestur þessarar hjónasögu vakna almennar spurn-
ingar um tengsl einstaklinga í hjónabandi, stöðu þeirra innan og
utan veggja heimilisins og hinn óyfirstíganlega trúnaðarbrest sem
njósnir og svik Knuds augljóslega voru. Hið austur-þýska sam-
félagslega samhengi verður órjúfanlegur hluti sögunnar. Þó svo að
það samhengi útskýri aldrei trúnaðarbrestinn í hjónabandinu, þá
persónugerir þessi dramatíska hjónasaga veruleika margra í Stasi-
landi og reynir að útskýra hvað olli því að sumt fólk fórnaði bæði
virðingu sinni og sínum allra nánustu fyrir pólitískan málstað. Saga
Knuds og Veru er sannarlega öfgafull þar sem annar aðilinn vinnur
markvisst gegn hinum og fremur alvarlegt trúnaðarbrot gagnvart
maka sínum, en aldrei er hjá því komist að leggja mat á kynbundin
hlutverk og stöðu karla og kvenna í gagnkynhneigðu sambandi
þegar skrifa á hjónasögu.
13 Erla Hulda Halldórsdóttir (2011: einkum 39-40) hefur gert þessum kenninga-
ramma góð skil í inngangi að bók sinni Nútímans konur: Menntun kvenna og
mótun kyngervis á Islandi 1850-1903 þar sem hún skýrir hvernig þessir and-
stæðu pólar, opinbert líf og einkalíf, fela í sér stigsmun þar sem atvinnuþátttaka
(oftast karla) er talin æðri heimilisstörfum (oftast kvenna).