Skírnir - 01.04.2013, Page 156
154
ÞÓRUNN ERLU VALDIMARSDÓTTIR
SKÍRNIR
mannsstól. Skúli var alfaapi, karlar vildu fá hann í valdanetið og
kerlur fengu í knén. Það er gullljóst.
Lögmaðurinn sem Skúli hafði þjónað truflaði því námsferilinn,
freistaði hans með dóttur sinni haustið 1733 og hvatti hann til að
sækja um sýslu heima. Skúli afþakkaði dótturina en sótti um sýsluna
og fékk Qón Jónsson Aðils 1911:18-19,22; Skúli Magnússon 1947:
40, 60). Hann segir sjálfur svo frá í þriðju persónu um þessi skil í lífi
sínu: „Sjóndeildarhringur Skúla víkkar og stækkar og nær út fyrir
háskólann í Kaupmannahöfn; hann verður hrifinn af stjórnarstörf-
unum.“ Aðeins 22ja ára gamall er hann orðinn sýslumaður í Austur-
Skaftafellssýslu, lélegri sýslu en hann sótti um, með loforði um betri
síðar. Fékk slík meðmæli frá háttsettum vini að sá „steytti frá brauði
sjö aðra“. Skúli er að fatta trixin í valdaskákinni, hvernig komast má
á danska spena. Kom sér í mjúkinn hjá ýmsum mönnum er sæti áttu
í stjórnardeild Islandsmála. Búinn að læra á tengslanetið í Höfn
svona ungur, sem sagt. Segir frá því í sjálfsævisögu sinni að hann
hafi verið kominn í svo góðan vinskap við menn í kansellíi og dóms-
málaráðuneyti að justisráð Dreyer hefði sagt honum strax þarna
1733 að sækja um laust lögmannsembætti. Skúla fannst nóg um, seg-
ist hafa lagt gegn því bæði hendur og fætur og sig hafi þá iðrað sár-
lega að hafa „gert sig svo vidtlöftigan hjá þvílíkum góðum mönn-
um“. Orti svo sigri hrósandi þegar hann kvaddi Köben og náms-
bækurnar:
Þótt ég Hafnar fái ei fund
framar en gæfan léði,
ljúft er hrós fyrir liðna stund,
lifði ég í Höfn með gleði.
I sjálfsævisögunni sést, þótt sjálfshól Skúla stýri penna, hvað hann
er töfrandi nýlentur í Búðaskipi á leið á Þingvöll sem sýslumaður
Austur-Skaftafellssýslu. Vigfús sonur Jóns prófasts Halldórssonar
í Hítardal hitti Skúla á Búðum og bauð honum með sér heim. Sá
mikli fræðimaður ætlaði að éta Skúla þegar hann kom þar við með
félaga sínum Qón Jónsson Aðils 1911: 24-25; Skúli Magnússon
1947: 63). Bauð honum gistingu í hálfan mánuð og gaf honum hug
og hjarta. Á Öxarárþingi gerir amtmaður Skúla svo að landþings-