Skírnir - 01.04.2013, Page 161
SKÍRNIR
SKÚLI FÓGETI GAT REYKJAVÍK ...
159
hafnað í Danaveldi undir lok aldarinnar. Nýir hagfræðivindar blésu
þá úti í Evrópu og þar með í litlu Danmörku og hér uppi og úti.
Endalok Skúla
Lokaár Skúla voru niðurlægjandi, eins og verða vill er menn verða
háaldraðir og sleppa ekki taumunum. Eftir dauða Jóns sonar hans
og varafógeta þáði Skúli ei nema aðstoð eins skrifara þótt hann hefði
misst sjón á hægra auga af „ígerðarbólgu“ (Jón Jakobsson 1951: 54;
Jón Jónsson Aðils 1911: 280-283, 305; Lýður Björnsson 1966: 89-
91). Ólafur Stephensen stiftamtmaður fann pínlega villu við end-
urskoðun fógetareikninganna 1792. Rúmlega áttræður „fékk“ Skúli
þá að biðja um lausn, eftir 58 ára þjónustu. Pirraður sat Stephensen
uppi með gamla fógetann á loftinu í Viðey, sagði hann nöldrunar-
saman og „varla geta skriðið á fótum lengur“. Karlinn dó tveimur
árum síðar, nærri 83ja ára. Svo fótkaldur að hann varð að binda fjóra
dúnkodda um fætur sér og kynti vel þó.
Dúnkoddað eftirlaunaljónið á örlagaríka ævi að lúra við. Tyggur
í órum misvaxið tóbak og lemur möru með gaddakylfu. Veit að
framtíðin mun minnast hans, því hann var merkasti maður aldar-
innar, á þessari óláns eyju. Já, ég ætla bara fyrir hans hönd að leyfa
mér að segja það.
Heimildir
Hrefna Róbertsdóttir. 2001. Landsins forbetran: Innréttingamar og verkþekking í
ullarverksmiðjum átjándu aldar. Sagnfræðirannsóknir, Studia historica 16.
Ritstj. Gunnar Karlsson. Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla íslands. Há-
skólaútgáfan.
Jón Jakobsson. 1951. „Skúli Magnússon.“ Merkir Islendingar: Ævisögur og minn-
ingargreinar, V. Þorkell Jóhannesson bjó til prentunar. Bókfellsútgáfan, 1951.
Jón Jónsson Aðils. 1911. Skúli Magnússon landfógeti. Reykjavík: Sigurður Kristj-
ánsson.
Lýður Björnsson. 1966. Skúli fógeti: Menn í öndvegi. Reykjavík: ísafoldarprent-
smiðja.
Lýður Björnsson. 1998. Islands hlutafélag: Rekstrarsaga Innréttinganna. Safn til
Iðnsögu Islendinga, XI. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.