Skírnir - 01.04.2013, Page 221
SKÍRNIR
Á ÓVÍSUM STAÐ
219
hér löngu leiðina að myndefni sínu því hann málar landslagið ekki
á staðnum eins og eldri málarar gerðu gjarnan heldur eftir minni.
Upplýsingarnar um hnattstöðuna eru vissulega nákvæmar og
áreiðanlegar, en myndin sjálf „er búin að gerjast í undirmeðvitund-
inni í dálítinn tíma“.
Þessi aðferð er vissulega dálítið óvenjuleg og einhverjum kann að
þykja hún óábyggileg ef markmiðið er að gefa okkur góða mynd af
tilteknum stað. Aðferðin vekur einmitt upp spurningar um það
hvert samhengið sé milli myndar og staðar. Er landslagsmálverk
ekki alltaf eins og minning um stað eða, öllu heldur, minning um
upplifun listamannsins af staðnum? Er þá staðurinn á staðnum eða
í minningu listamannsins, eða á myndinni sem hann málar? Er
staðurinn — landslagið sjálft — forsenda málverksins eða getur
hugsast að því sé einhvern veginn öðruvísi farið?
Landslag birtist okkur á ýmsa vegu og í ýmsu samhengi þótt
okkur sé tamast að telja beina upplifun á staðnum bæði upprunalegri
en aðrar birtingarmyndir og þeim fremri. Samt er landslag oftast
einhvers konar minning. Eg get rifjað upp leiðir sem ég hef farið og
fjöll sem ég hef séð og ég get meira að segja að einhverju leyti gengið
inn í landslag sem ég hef ekki séð með því að skoða af því myndir,
heyra því lýst eða lesa ferðabækur. Þessi upprifjun, í einrúmi eða
gegnum aðra, felur í sér ákveðin kerfi sem oftast tengjast örnefnum
og sértækum orðaforða sem við beitum af talsverðri færni, til dæmis
þegar við gerum greinarmun á felli, fjalli, stapa og hól: Við fellum
landslagið að ákveðinni greiningu og túlkun. Ornefnin eru skýr vís-
bending um að landslag er aldrei bara landslag heldur endurspeglar
það umgengni mannanna og lifir ekki síður í menningu þeirra og
tungumáli. Landslagið er ekki bara fullt af fjöllum, klettum og ám,
heldur líka af kennileitum, sögustöðum, eyktarmörkum og göngu-
leiðum. Þetta er heilt merkingarkerfi sem við upplifum og um-
göngumst landslagið í gegnum.
Aðferð Húberts Nóa undirstrikar þettta flókna samspil um-
hverfis, minningar og hugsunar. Hún veitir líka einhverju nýju inn
í myndina — málverkið verður öðruvísi vegna þess að það er málað