Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 2

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 2
2 TMM 2014 · 1 Frá ritstjóra Svanhildur Óskarsdóttir sem starfar á Stofnun Árna Magnússonar spyr óþægilegra spurninga í grein sinni hér í heftinu um raunveruleg viðhorf Íslendinga til menningararfsins eftir að hafa fylgst með og tekið þátt í miklum fagnaðarlátum í tilefni af 350 ára afmæli handritasafnarans Árna Magnússonar, sem forðaði ómetanlegum handritum frá eyðileggingu með því að flytja þau héðan og til Danmerkur. Ýmislegt af því sem Svanhildur rekur í grein sinn bendir til þess að enn eigi Íslendingar nokkuð í land með að sýna í verki að þeir skilji fyllilega hvað þeim er trúað fyrir að varðveita og rannsaka eða meti í reynd þær gersemar sem hér voru skapaðar, hvað sem líða kann hátimbruðu tali um svonefnda þjóðmenningu. Sú þjóðmenning ber líka á góma í grein Úlfhildar Dagsdóttur um hasar- hetjurnar Þór, Loka og Sif og kallast skemmtilega á við hugvekju Svanhildar. Það gerir raunar líka ýtarleg grein Hannesar Lárussonar um Íslenska bæinn – íslensku torfbæjararfleifðina sem Hannes hefur rannsakað um langt árabil. Og er þá fátt eitt talið af fjölbreyttu efni þessa fyrsta heftis ársins. Vert er að vekja sérstaka athygli á sögu eftir Erlu Þórdísi Jónsdóttur sem fannst í fórum hennar að henni látinni og dóttir hennar, Þórunn Erlu Valdimars- dóttir tók til handagagns eins og ýmislegt fleira, svo að úr varð bók sem vakti verðskuldaða athygli nú fyrir jól, Stúlka með maga. Guðmundur Andri Thorsson Athugasemd Í grein sem ég skrifaði í TMM 2. 2013 er því haldið fram að Róbert Marshall og Jóhann Hlíðar Harðarson hafi samið við yfirstjórn 365 á undan öðrum fréttamönnum í endur- skipulagningu árið 2003. Þetta skrifaði ég eftir bestu vitund en Róbert og Jóhann hafa tjáð mér að þetta sé ekki rétt. Leiðrétti ég því þetta atriði og bið þá afsökunar á þessu ranghermi. Árni Snævarr
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.