Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 8
S va n h i l d u r Ó s k a r s d ó t t i r 8 TMM 2014 · 1 ritin [gætu] beðið“ og átti þá við að ekki þyrfti að leggja fé í nýja byggingu undir stofnunina sem hýsir þau.4 Kannski gleymdi hann því að byggingin á einnig að hýsa kröftugt vísindastarf á sviði þar sem Íslendingar vilja vera fremstir meðal jafningja. Þar sem stundaðar eru rannsóknir á eigindum tungumálsins, sem til dæmis eru nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að kenna nútímatækjum og tólum að skilja og tala íslensku; rannsóknir á miðaldatextum sem glæða skilning lesenda á íslenskum fornbókmenntum – en þá lesendur er að finna um allan heim; rannsóknir á rímnakveðskap sem hjálpa okkur að skilja skemmtanalíf forfeðra og formæðra okkar um leið og þær kveikja nýja tónsköpun, og svo mætti lengi telja. „Handritin geta beðið“ þýðir að handritin séu bling. Að við lítum á menningararf okkar eins og klenódíur sem við geymum á kistubotni og drögum fram við og við til að stæra okkur af við útlendinga, en ekki sem lifandi þátt í þekkingarleit og verðmætasköpun í landinu. Það er ekki laust við að afstaða ríkisstjórnarinnar litist af sams konar bling-viðhorfi. Samkvæmt stjórnarsáttmála hennar skal „[í]slensk þjóð- menning […] í hávegum höfð“ og í forsetaúrskurði var kveðið á um að ýmis mál er varða þjóðmenningu skyldu færð undan menntamálaráðuneyti og yfir til forsætisráðuneytis, þar með talin „vernd þjóðargersema“, örnefni og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.5 En við þennan áform- aða flutning var eins og gleymst hefði að Árnastofnun er ekki bara safn, staðurinn þar sem við geymum fína dótið okkar. Hún er rannsóknarstofnun í nánum tengslum við Háskóla Íslands og fleiri stofnanir innanlands og utan og óheppilegt að slíta hana úr því akademíska samhengi í stjórnsýslunni. Þá situr merkimiðinn „þjóðmenning“ ekki vel á þeim menningararfi sem henni er ætlað að rækta og rannsaka. Vissulega er obbinn af þeim gögnum sem hún varðveitir orðinn til á Íslandi og/eða fyrir tilstilli Íslendinga. En þau verða ekki skilin frá umheiminum, hvorki heiminum eins og hann var þegar þau urðu til né hinu alþjóðlega vísindasamfélagi sem góðu heilli er forsendan fyrir viðgangi íslenskra fræða í nútímanum. Lok, lok og læs og allt í stáli Nú sprettir kannski fólk fingrum að okkur sem vinnum á Árnastofnun og segir sem svo: „Þetta er ykkur sjálfum að kenna. Þið hafið lokað ykkur af og vanrækt að upplýsa almenning um það sem þið eruð að gera, eða vilduð gera. Stofnunin er allt of lokuð, enginn getur séð hvað þar fer fram og fólk kemst ekki í söfnin sem þið geymið.“ Það er dálítið til í því að erfitt er að líta inn til okkar. Ef lagst væri á glugga myndi fólk sjá fyrir innan líflegt samfélag stúdenta og fræðimanna frá ýmsum löndum. Þarna er skipst á skoðunum og leitað nýrrar þekkingar og skilnings. En það er þrengt að þessu samfélagi og það er ekki heldur hlaupið að því að veita almenningi víðari hluttekt í því
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.