Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Síða 9
Á t t u e l d ? TMM 2014 · 1 9 þótt það væri afar æskilegt. Mig langar að útskýra þetta betur svo lesendur átti sig á við hvað er að etja. Í fyrsta lagi setur húsnæðið okkur alvarlegar skorður. Núverandi Árna- stofnun (Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum eins og hún heitir fullu nafni) varð til við sameiningu fimm stofnana árið 2006 og hún er til húsa á þremur stöðum í bænum. Í Árnagarði, þar sem handritasvið og þjóð- fræðasvið eru hýst, er engum hleypt inn nema hann geri grein fyrir sér í dyrasíma. Þetta er gert af öryggisástæðum enda ómetanleg gögn innandyra. Í nútímalegu húsnæði væri hægt að greiða leið fólks að fræðunum, án þess að slá af öryggiskröfum, með því að afmarka öryggissvæði handrita og annarra slíkra gagna sérstaklega en opna aðgang að vistarverum þar fyrir utan. Þannig myndi til dæmis bókasafn stofnunarinnar nýtast mun betur en nú er. Það er bæði mikið og gott og telur nú um 42 þúsund bindi. Meðal annars er það helsta sérfræðibókasafn á landinu á sviði miðaldafræða en mikilvægi þeirra í íslensku samhengi má sjá af því að Háskóli Íslands hefur gert þau að sérstöku áherslusviði í sinni stefnumótun. Ástæða þess hve safnkosturinn í miðaldafræðum er orðinn góður er einföld. Fyrir um áratug barst stofnuninni myndarleg peningagjöf, sú eina í seinni tíð. Gefendur voru ekki íslenskir auðmenn, stoltir af þjóðararfinum, heldur ein hjón, háskólakenn- arar í Bandaríkjunum sem skilja mikilvægi íslenskra fornrita fyrir evrópsk miðaldafræði og vilja stuðla að því að fræðimenn sem stunda rannsóknir á Árnastofnun hafi aðgang að flestu því samanburðarefni erlendu sem þörf er á til skilnings á norrænum miðaldatextum. Eðli sérfræðibókasafna er að bækurnar þarf að nota á staðnum; lesrými á Árnastofnun er lítið. Á almenna lestrarsalnum eru 11 borð og um þau er slegist af gestafræðimönnum og nemendum í framhaldsnámi í miðaldafræðum. Við bókasafnið starfar einn bókavörður; starfsaðstaða hans er eitt skrifborð milli bókarekka. Í nútímanum felst fleira í því að opna söfn en að slá upp dyrum þeirra. Stafræna byltingin færði söfnum og fræðastofnunum risavaxin verkefni í fangið. Á Árnastofnun og fyrirrennurum hennar höfðu byggst upp mikil- væg gagnasöfn á seðlum, spjöldum, ljósmyndum, segulböndum. Öllu þessu þurfti – og þarf – að koma á stafrænt form svo hægt sé að opna aðgang að söfnunum gegnum netið og hagnýta þau. Margt hefur áunnist í þessu eins og þau vita sem eru handgengin þeim gagnasöfnum og tólum sem komast má í gegnum vefsíður stofnunarinnar (ég nefni af handahófi tvö ólík dæmi: Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls og Ísmús gagnagrunninn). En skráning og yfirfærsla gagna á stafrænt form er ákaflega tímafrek og þarna bagar okkur mannekla; við erum hreinlega of fáliðuð til þess að geta staðið almennilega að stafrænni miðlun alls þess ómetanlega efnis sem við geymum.6 Og við höfum enga tölvudeild. Nú, þegar þrettán ár eru liðin af 21. öldinni starfar hjá okkur einn starfsmaður með tölvunarfræðimenntun.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.