Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 11
Á t t u e l d ? TMM 2014 · 1 11 eru margir í alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi, auk þess sem alþjóðasvið hennar heldur utan um samskipti við erlendar stofnanir og fræðimenn. Þá er stofnunin miðlæg í norrænum handritafræðum og rannsóknum á forn- bókmenntum vegna þess að hún varðveitir svo stóran hluta þeirra íslensku miðaldahandrita sem enn eru til. Fræðimenn koma hingað úr öllum áttum til þess að vinna hér að verkefnum sínum um lengri eða skemmri tíma, nýta sér safnkostinn, leita til sérfræðinga stofnunarinnar og taka þátt í því mikil- væga fræðasamfélagi sem þrífst innan veggja hennar. ungt vísindafólk sem er að stíga sín fyrstu skref í rannsóknum sækir í þetta samfélag og auðgar það um leið með nýjum hugmyndum og viðhorfum. Þetta fólk þarf sjálft að afla sér styrkja því stofnunin getur ekki boðið annað en aðgang að gögnum – og fólki. Ef maður spyr unga fólkið hverju það sækist eftir hér, nefnir það einmitt hversu mikilvægt það sé þegar verið er að þróa nýjar hugmyndir, að fá að skiptast á skoðunum við aðra fræðimenn og læra af þeim sem eldri eru í hettunni. Ein úr hópi ungliðanna hafði þetta að segja um dvöl sína á Árnastofnun: Þegar sérþekkingu mína þraut á einhverju sviði var alltaf einhver sem tók sér tíma til að leiðbeina mér af óeigingirni og fróðleiksást og því hef ég lært margt sem ekki er endilega hægt að finna í bókum. Þessi áhersla á miðlun þekkingar og mikilvægi þess að koma henni áfram, bæði til næstu kynslóða og út fyrir veggi stofnunarinnar, hlýtur að móta hugarfar allra, sem starfa í þannig umhverfi. Þessi orð undirstrika það sem stundum gleymist í umræðu um fjármögnun rannsókna og viðgang fræðanna: Að samfélag fræðimanna er dýrmætt. Það er ekki nóg að úthluta rannsóknarstyrkjum úr samkeppnissjóðum (sem auk þess er hart sótt að nú um stundir). Vísindamenn þurfa aðbúnað og þekking berst milli fólks í samtölum ekki síður en á neti og af bókum. Og samgangur kynslóðanna er lykilatriði. Á Árnastofnun ríkir sú dýrmæta hefð að starfs- menn sem fara á eftirlaun halda áfram að tilheyra samfélaginu þar. Þeir sinna áfram sínum fræðistörfum og eru gjarnan til taks að svara spurning- um og leiðbeina þeim sem yngri eru. Þetta er ómetanlegt. Samfélagið á Árnastofnun hvílir þannig á fleiri en einni stoð: þar eru gestafræðimenn innlendir og erlendir, stúdentar frá ýmsum löndum, nýdoktorar sem hafa hlotið rannsóknarstyrki og fyrrum starfsmenn sem sinna fræðum sínum áfram þótt formleg starfslok hafi orðið. Árið 2013 urðu þetta alls 60 manns frá 12 löndum og á ýmsum aldri. Kjarninn í samfélaginu eru þó þeir fastráðnu starfsmenn sem halda starfseminni gangandi frá degi til dags, frá kynslóð til kynslóðar. Og því miður erum við nú orðin of fá til að halda utan um allt svo vel sé. Á handritasviði starfa á skrifandi stundu ekki nema sjö manns: fjórir akademískt ráðnir sérfræðingar (svokallaðir rannsóknardósentar eða rannsóknarprófessorar), forvörslufræðingur, ljós- myndari og safnkennari. Þetta fólk ber ábyrgð á varðveislu, rannsóknum, útgáfu og miðlun meira en þrjú þúsund handrita og fleiri þúsund fornbréfa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.