Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 14
S va n h i l d u r Ó s k a r s d ó t t i r 14 TMM 2014 · 1 Það er vitaskuld fáránleg einföldun að stilla fjárlagagerð upp með þessum hætti10 en það merkilega er að þessi málflutningur virðist eiga talsverðan hljómgrunn í þjóðfélaginu. Að minnsta kosti hafa ekki margir orðið til að andæfa.11 Fólkið, sem í Hruninu þakkaði Guði fyrir að við ættum þó ennþá handritin, heldur sig til hlés í umræðunni. Hvar eru rithöfundarnir og skáldin sem sækja sér innblástur í sögurnar – kvikmyndagerðarfólkið, myndlistarmennirnir? Vísindasamfélagið sem ætti að bera vönduð íslensk fræði fyrir brjósti? Heyrðist nokkuð í forseta lýðveldisins? (Ekki fyrr en Danadrottning kom til skjalanna – enn eigum við Dönum talsvert að þakka.) Æ, það er svo vandræðalegt að tala fyrir steinsteypu. Hver ætlar að taka að sér að segja að það sé skynsemi í því að reisa enn eitt húsið? (– hver man nú ekki Hörpu?) En bíðum við: Hvers vegna öll þessi læti út af einu húsi? Við Íslendingar stöndum í stöðugum framkvæmdum án þess að það verði tilefni upphrópana; hér eru sundlaugar og íþróttahallir í nánast hverju byggðarlagi, vöruhús, kirkjur og skólar. Lagðir eru vegir, byggðar brýr og boruð jarðgöng samkvæmt áætlun (eða umfram). Í landinu býr meira að segja fólk sem hefur efni á að kaupa fínustu hús gagngert til þess að rífa þau og reisa ný. En þegar koma á þaki yfir þjóðargersemarnar margrómuðu, þá er eins og það sé ekki á við hvert annað verkefni á listanum, heldur einhvers konar átaksverkefni sem ekki verði ráðist í nema sérstakur búhnykkur falli til. Þegar harðnar í ári fellur dómurinn: Gæluverkefni. Handritin geta beðið. Og skiptir þá engu þótt þriðjungs byggingarfjárins hafi þegar verið aflað gegnum Happdrætti Háskólans. Er ekki einkennilegt að þeir sem auðveldlega sjá hagkvæmnina í vegagerð, skuli ekki koma auga á hagræn rök fyrir því að opna aðgengi að fortíðinni? Sem gerir okkur kleift að hagnýta menningararfinn með nútíma- aðferðum, ekki eingöngu í þágu ferðaþjónustu, eins og þegar var nefnt, heldur og til hagsbóta fyrir hvers kyns sköpun og framleiðslu sem gjarnan vill nota þennan efnivið en kemst illa að honum. (Og þá erum við ekki farin að tala um sjálfan hagvöxt menningarinnar sem Arnaldur Indriðason gerði að umtalsefni í erindinu sem vísað var til hér að framan.) Þeir sem telja að heppilegast sé að Árnastofnun leggist í dvala þangað til hægt verður að endurnýja flatskjáina í landinu hafa einhvern veginn misst af lykilatriðum í sambandi við hagsæld og mannlíf. Stundum hittir maður góðviljað fólk sem horfir á mann alvörugefið og segir: Er ekki vitleysa að vera að byggja þetta hús – væri ekki miklu betra fyrir ykkur að fá peninga í reksturinn? Geta ráðið fleira fólk, eflt starfsemina? Hverju skal svara? Jú, það væri dásamlegt að eignast sjóð uppá þrjá milljarða sem mætti ávaxta og verja svo arðinum í vísindastarf. En eitt er, að slíkt hefur aldrei staðið til boða – þótt þingmenn breyti sementinu í Húsinu frjálslega í stöður hjúkrunarfræðinga og lögreglumanna í hugar- leikfimi sinni, virðist aldrei vera inni í myndinni að reikna það yfir í stöður sérfræðinga og nýdoktora. Og svo er það staðreynd, eins og ég hef reynt að útskýra hér að framan, að núverandi húsnæði stofnunarinnar hamlar öllum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.