Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 15

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 15
Á t t u e l d ? TMM 2014 · 1 15 vexti hennar – við getum ekki eflt hana án þess að flytja hana og sameina á einum stað, enda var sameiginlegt húsnæði forsenda þeirrar ákvörðunar að sameina fimm stofnanir í eina árið 2006. Í þriðja lagi er þetta ekki spurning um annaðhvort-eða heldur bæði-og. Það verður bæði að koma stofnuninni í betra húsnæði og efla starfsemina. Nema Íslendingar láti kné fylgja kviði og ákveði að leggja hana niður. Það væri að mörgu leyti rökrétt niður- staða af margra ára niðurskurði og þeirri umræðu sem iðkuð hefur verið á undanförnum misserum, umræðunni sem stillir heilbrigði upp öndvert við menningu. Ályktunin yrði þá eitthvað í þessa veru: Við viljum kaupa lyf og lækningatæki og greiða heilbrigðisstarfsfólki laun. Það þýðir að við höfum ekki efni á að eiga handrit og annast þau. Þess vegna hefjum við á ný við- ræður við Dani og förum fram á að þeir taki aftur við handritunum. Að vísu er hætt við að við færum bónleið til búðar danskra. Senn verður hálf öld frá því að danska þingið réði handritamálinu til lykta. Danir sýndu stórhug þegar þeir féllust á að afhenda okkur meira en helming handritanna úr Árnasafni og allmörg handrit úr Konungsbókhlöðu að auki og þeir þykja hafa sýnt öðrum þjóðum mikilvægt fordæmi. Þótt þeir megi vera stoltir af þessum gjörningi mun stoltið þó ævinlega blandið þeirri tilfinningu að þeir hafi orðið að láta í minni pokann. Af handritamálinu höfðu Danir því sæmd – en líka sársauka og þess er ekki að vænta að þeir yrðu áfjáðir í að taka það upp aftur. Það er einfaldlega ekki hægt að snúa til baka. Við Íslendingar sitjum uppi með fenginn og fátt sem getur bjargað okkur nema ef vera skyldi myndarlegur eldur. Elds er þörf Það kostar klof að ríða rafti. Það er fyrirhöfn að eiga og annast dýrmæta hluti og tímabært að Íslendingar horfist í augu við þá ábyrgð sem þeir öxluðu með lausn handritamálsins. Fólk sem tekur að sér að forvalta menningar- auð heimsins verður að gera um það áætlanir hvernig að því skuli staðið og það fjármagnað. Og horfast í augu við að það kostar talsvert fé. Þar dugir ekki að standa eins og glópar og snúa út tómum vösum. Rifjum upp að við öðluðumst yfirráð yfir fiskimiðunum á sama tíma og handritin komu í okkar vörslu frá Danmörku. Fiskur og handrit. Þetta ætti að vera órjúfanlega samtengt í vitund okkar: meðan við veiðum fisk höfum við efni á að eiga handrit. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er ein af grunn- stoðum samfélagsins og löngu kominn tími til að málefni hennar verði sett í forgang. Innviðir hennar eru að molna og umgjörðin að springa. Starfsfólkið býr (enn) yfir eldmóði en það dugar ekki til. Við verðum að finna stuðning ykkar hinna, finna hann í orði og á borði, frá hverjum bæ og hverju býli. Átt þú eld?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.